þriðjudagur, desember 12, 2006

Útsala útsala

Það getur verið skemmtilegt að vinna hjá raftækjafyrirtæki. T.d. í dag þegar starfsmönnum var boðið til jólaútsölu. Þar voru t.d. allir gemsar á 150 sænskar og hægt að fá DVD spilara á 200 kall o.s.frv. Keypti mér þennan litla sæta síma sem má sjá hér til hliðar. Hef því lagt mínum annars ágæta Nokia síma í bili. Varð fyrir miklu aðkasti að vera með síma keppinautarins svo það var tími til kominn að falla í hópinn með Samsung síma.
Frekar er samt alltaf fyndið þegar fólk fær einhvers konar tryllingsglampa í augun í svona útsöludæmi. Fólkið í kringum mig sankaði að sér alls kyns tækjum sem það hefur eflaust engin not fyrir, bara af því að þau voru svo ódýr. Fékk sjálf snert af slíkum tryllingi en gat þó setið á mér því lítil not hef ég fyrir t.d. þvottavél og flatsjónvarp þó ódýr séu.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

flatsjónvarp.voru þau á útsölu vá.það er beinlínis lífsnauðsynlegt að eiga svoleiðis í dag.skil ekkert í þér að skella þér ekki á eitt.en símin er voða sætur.ég skrifa bara eitthvað því ég er svo ánægð að geta skrifað,það er spennuþrungin stund þegar ég kveiki á tölvunni og fer á bloggið þitt,get ég eða get ég ekki?það er nú eitthvað klikk í tölvunni minni því oft lætur hún sem allt sé stopp en svo allt í einu opnast,skil þetta ekki.er að farast þessa dagana úr spenningi.bara 9dagar þangað til litla búddalíkneskið mitt kemur til ömmu sinnar.gvuuuð hvað ég hlakka til(líka að fá soninn og svigedatter já og svo þig auðvitað).bless þangað til næst.

Anna Þorbjörg sagði...

Hlakka líka afskaplega til að sjá búddalíkneskið þitt og pínu þig líka :)

Nafnlaus sagði...

Eg er líka búin ad knúsa búddunna í
6 daga og kenna henni ad vínka og segja bø.Anna mín tú bregst ekki,flott hjá tér stelpan mín.Fardu svo ad drífa tig á Turen og fádu tér Julegløgg med det nyrige í Stokholm.Sølufólkid stendur hægramegin vid barin..Bara ad reyna ad hjálpa tér ad finna ríkann svía........knús

Anna Þorbjörg sagði...

Hélt nú að Svíi væri ekki á óskalista þínum handa mér. Fólk kannski orðið svo örvæntingafullt að ég finni mér ekki neinn svo að einhver er betri en engin, jafnvel Svíi!