Jæja, þá ætti maður að segja aðeins frá "litlu jólunum" okkar. Hér að ofan má sjá samstarfskonu mína hana Claudiu við skrifborðið sitt rétt áður en við lögðum í hann. Svona svo þið sjáið hvar ég vinn alla daga. Við fórum svo með rútu í svona sumarbústaðahverfi og var okkur deilt niður 4 og 4 í einn bústað. Sem sé nóg pláss.
Hér er hún Teres fyrir utan bústaðinn okkar. Um daginn var svo einhvers konar ráðstefna. Frekar fúlt að sitja í nokkra klukkutíma og hlusta á raus um hver frábært fyrirtæki Samsung er. Síðan var okkur skipt í 13 lið og hvert okkar fékk það verkefni að búa til Samsung sjónvarps auglýsingu. Af einhverjum ástæðum var ég fengin til að leika stórt hlutverk sem hot blondína, fékk sko voða fína hárkollu. Seint mun ég teljast hæfileikarík leikkona, því ég gat varla stunið út úr mér einu "thank you" (mín eina setning) án þess að roðna og blána. Þetta var svo allt saman klippt til og sýnt um kvöldið og fengum við svo disk með öllum auglýsingunum til að eiga. Get sýnt ykkur þetta þegar ég kem heim ef áhugi er fyrir hendi! Þetta var sem sé sprellið, þannig að ekkert flíspeysuhúllumhæ átti sér stað. Hjúkk!
Hér má svo sjá 2 samstarfskonur mínar sem deildu með mér bústað, áður en við lögðum af stað í 3ja rétta máltíðina sem okkur var boðið upp á. Sat þar með 2 Dönum, Finna og Svía sem voru misskemmtilegir!
Síðan var tilkynnt hver væri starfsmaður ársins en það var nú einmitt yfirmaður minnar deildar og fékk hún fullt af peningum fyrir það!
Svo var djammað og djúsað fram á nótt og ég auðvitað ekki sú fyrsta til að fara að sofa. En tekið skal þó einnig fram að ég var heldur ekki sú síðasta. Ég tók nú engar djamm myndir sem er kannski eins gott því þær vilja oft vera frekar sjúskí.
Eins og einhverjir vita þá vinn ég með pantanir til Danmerkur og hef mikil samskipti við dönsku starfsmenn Samsung sem vinna í Kaupmannahöfn. Svona aðeins til að monta mig, þá komu 3 þessara dönsku starfsmanna til yfirmanns míns (Åsa Jansson, sjá ofan!) og sögðu henni hvað ég væri dugleg og gerði allt fljótt og vel! Nú er búið að vera að leita að nýjum starfsmanni frá byrjun febrúar, þegar minn samningur rennur út, sem talar reiprennandi dönsku (ekki bara svona skandinavísku eins og ég). En eftir að Åsa hefði heyrt hvað baunarnir eru ánægðir með mig, kom hún til mín og sagði að hún vildi endilega hafa mig áfram sem og danska gengið. Við höfðum sem sé smá óformlegan fund aðfaranótt laugardags! (Er samt búin að tala við hana í dag um þetta svo þetta var ekki bara sagt í ölæði!) Ég var auðvitað svo upp með mér að ég þáði það og eru því plön um sænskunám á vorönn farin fyrir bí og ég mun halda áfram hjá Samsung alla vega fram á næsta haust. Það hefði auðvitað verið gaman að fara í skóla að dútla sér í sænsku en ég er ekki að nenna að vera fátæk aftur og þurfa að horfa á eftir hverri einustu krónu og ekki vilja bæta á það námslánafjall sem ég þegar hef komið mér upp.
Ég verð sem sé áfram stjórnmálafræðingur að vinna hjá raftækjafyrirtæki...hmmm
mánudagur, desember 11, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
4 ummæli:
hæ.til lykke með áframhaldandi vinnu.auðvitað vildu þau hafa þig áfram þetta væru asnar ef þau föttuðu ekki hvað þú ert klár.danirnir alltaf skýrir.kannski verður þú starfsmaður ársins í næsta jólaboði.en annars vildi bara aðeins láta vita af mér (fyrst að ég get það)knús.
Hæ:) Þú ert alltaf svo dugleg Anna mín, alltaf svo stressuð og svo gengur alltaf allt vel. Er viss um þú mundir plumma þig vel hjá Samsung í Þýskalandi eða já bara hjá e-u fyrirtæki í Frakklandi, og yrðir þó að tala þýsku og frönsku.
Fyrst víst er að þú verðir áfram þarna mun ég pottþétt koma snemma á næsta ári, þ.e. ef þú vilt mig!! (sem ég geri nú bara ráð fyrir), sárvantar nýar Snooby brækur og fleira úr H&M.
Var að koma heim af yndislegu hlöðunni, allt morandi í menntaskælingum, og fólk situr upp um alla veggi. Er að bíða eftir Lobs, erum að fara að hrista okkur í Baðhúsinu. Hlakka rosalega til að sjá þig á þorláksmessu og verða svo samfó heim, kv. Gyða
Til hamingju með það. Það tekur mislangan tíma að fá starf við sitt hæfi, ég meina ég er myndlistarkona sem vinn við að þýða rauðu seríuna!
Til hamingju anna mín! Auðvitað vilja þau halda í þig! En eigingjarna ég varð nú bara soltið leið yfir þessu því það þýðir að þú ert ekkert að koma til mín til Íslands í bráð. En mig langar að heimsækja þig. Hlakka til að sjá þig fyrir áramót.
Stína
Skrifa ummæli