þriðjudagur, desember 05, 2006

Fyrsta jólagjöfin

Ég fékk snemmbúna jólagjöf í dag frá vinnunni. Við erum 3 í minni deild sem erum ekki fastráðnar heldur ráðnar í gegnum einhvers konar ráðningarstofu sem Samsung borgar og þau síðan borga okkur. Allavega, við fengum smátterí í dag svona til að bæta fyrir það að á föstudaginn munu allir fastráðnu starfsmenn Samsung fá jólagjöf en ekki við. Við fengum 300 kr (sænskar athugið) inneign í NK sem er svona fíneríis vöruhús með merkjavörum þar sem hún nafna mín Lindh var stungin til bana um árið. Ég versla alrei þar þar sem allt er sjúklega dýrt. Ef ég verð heppin get ég keypt mér kremdollu fyrir nótuna. Nú hljóma ég eflaust agalega vanþakklát en ég var í alvöru voðalega glöð fyrst. Svo þegar fólk fór að tala um jólagjafir síðustu ára; gsm síma, mp3 spilara (þ.e. vasadiskó), heimabíó og sjónvörp, fór ég að verða abbó. Þannig að þegar allir fá risa pakka á föstudaginn verður skítt að hafa bara fengið einhverja inneignarnótu. Fúlt :(

2 ummæli:

Unknown sagði...

já helvítis atvinnumiðlanir...alltaf að snuða fólk, taka prósentur af launum fólks.....ég verð alveg brjál þegar ég hugsa um þær.......það er ekki einu sinni hægt að fá skúringarstarf hér án þess að fara í gegnum uitzendburoaus(atvinnumiðlanir).

Anna Þorbjörg sagði...

Já, frekar fúlt kerfi en svo sem reddaði mér vinnu þannig að ég vil ekki vera of brjál útí mína miðlun. En væri nú samt alveg til í að fá öll launin mín sjálf en ekki að þau tækju umbun í hverjum mánuði