Ég keypti mér kápu í gær. Var búið að langa í hana í meira en mánuð og ákvað að láta það eftir mér þar sem ég verð ekki fátækur námsmaður eftir áramót eins og ég var búin að reikna með, heldur vinnandi kona með fullar hendur fjár (svona í samanburði alla vega). Svona ykkur að segja þá er þessi kápa 3ja rauða kápan mín. Athuga skal að ég á engan svartan jakka t.d. Er farin að átta mig á því að ég er ekki mjög praktísk í fatakaupum. Á bara rauðar kápur, kjóla og hælaskó í fataskápnum þessa dagana. Kannski ekki skrítið að mér þyki erfitt að finna föt til að fara í vinnuna í. Held ég þurfi að fara endurskoða verslunarmynstur mitt.
Annars rólegt föstudagskvöld í Stokkhólmi í kvöld. Búin að horfa á eina rómantíska gamanmynd, éta pítsu, borða súkkulaði og blogga um bull. Afar afkastamikið kvöld.
Er hálfdofin eftir þessa vinnuviku, allt að verða vitlaust á skrifstofunni. Jólin er að koma og fólk tjúll að hringja í okkur og spyrja hvar í helvede DVD spilararnir þeirra séu eiginlega. Bara vika eftir af þessari geðveiki, en fólkið hlýtur að verða enn trylltara í næstu viku, svona á síðasta séns. Og svo kem ég heim og þá verður allt gott.
föstudagur, desember 15, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
5 ummæli:
anna mín. þú hefur nú alltaf verið með þeim rauðari sem ég þekki (svona persónulega allavega,ég þekki nefnilega óla komma ekkert þannig)
tek þessu sem miklu hrósi!
þetta er hrós
Mér finnst í gódu lagi ad tú egir 3,stk raudar kápur,mér hefur alltaf rautt fundist klæda tig svo vel.Svo er ég líka hrifin af raudum hlutum,td,raudvíni og svo eru ad koma jól og tá er raudi liturinn alltaf svo fallegur.Allavega er ég ekki hrifin af svørtum litum og finnst mér til skammar ad tetta sølufólk og hønnudir skuli vera ad reina ad koma svarta litnum í tísku sem jólaliturinn í ár.Svart á ekkert vid um jólin...........
SVart er leiðinlegasti litur í heimi, og 90% fólks er í svörtu. Skil ekki fólk að vilja ekki vera í lit
Skrifa ummæli