Við fengum í dag flíspeysur í vinnunni. Já, hvert einasta okkar fékk sína flíspeysuna sem merkt er Samsung og er ætlast til þess að við verðum í þeim á morgun þegar við sprellum eitthvað utandyra á morgun áður en jólapartýið hefst um kvöldið. Held satt að segja að þetta sé mín fyrsta flíspeysa. Get ekki að því gert en mér finnst þetta algjör peningasóun. Mig langar ekkert til að vera í svartri flíspeysu merktri Samsung. Hefði ég nú bara heldur viljað peninginn...
Tengi einhvern veginn flíspeysur mikið við Bónus og Rúmfatalagerinn á Akureyri. Mér finnst nefnilega allar þreyttar húsmæður sem stunda mikið þessa staði, klæðast slíkum flíkum. Fordómar; ef til vill, en alla vega finnst mér ég ekki vera flíspeysutýpan. Djöful finnst mér samt eitthvað skondin hugmynd að ímynda mér alla jakkafataplebbana sem vinna með mér, í þessum skemmtilegu flíkum á morgun. Þegar ég hugsa þetta þannig, þá var þetta kannski góð hugmynd að troða þessu upp á okkur! Reyni að fanga þetta á mynd og birta hér síðar.
fimmtudagur, desember 07, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
8 ummæli:
Anna orðin ein af flíspeysufólkinu! Æ það er nú alveg einhverntímann hægt að finna not fyrir svona flík. Þegar manni þarf að vera hlýtt en prjónapeysa virkar ekki.
Góða skemmtun á morgun! Og náðu nú einni góðri af þér með plebbunum:o)
ok, ég á nú flíspeysu en ég myndi ekki fara þó líf mitt væri að veði í henni niður á glerártorg, bónus o.s.frv.!!! Fín vörn fyrir kuldanum en engin hversdagsfatnaður;) kv frá sviss
ps: góða skemmtun í samsung fagnaðinum;)
svo lengi sem tad er ekki hin gullna samsetnig: víð flíspeysa, knallstutt har med strípum og leggings.......
ég hef til dæmis mjög mikla fordóma fyrir vissum konum heima sem eru í stórum flíspeysum, samt getur maður séð allar stóru fellingarnar á bakinu, sem lygta af pylsum með hráum og eru sveittar í framan og ganga um berfættar í klossum. Og ekki gleyma að þær eru í mjög gömlum og sveittum kvennahlaupsbol innanundir flíspeysunni! æjæj!!
jibbý.ég er frjáls.hef bara engan vegin komist inná commentin hjá þér,en viti menn,allt einu gat ég.ég var búin að hugsa þér þeigjandi þörfina undanfarna daga,hélt að þú hefðir blokkerað á mig.er búin að vera í rusli.en nú er allt að færast til betri vegar.ég get látið gammin geysa á ný.vona að það hafi verið gaman í flísferðinni.ég fer nú stundum í minni flísu á glerártorg og ekki er ég þreytt húsmóðir,en hún er nú líka ómerkt og keypt í 66gráður norður.var að koma úr austurbyggðinni,við vorum í laufabrauði og fengum svo guðdómlegt lambalæri í matinn.jæja bless í bili.skrifa aftur á morgun og hinn og hinn og hinn o.s.f.r.eða þangað til við sjáumst.knús knús.
Loksins komment frá Glóu gömlu, var farin að verða áhyggjufull.
En auðvitað blokkaði ég þig ekkert frá síðunni, finnst afskaplega gaman að fá komment frá þér.
Nei, þú ert nú langt frá því að vera þreytt húsmóðir svo þú mátt alveg vera í þinni fínu flíspeysu án þess að falla í þann flokk kvenna sem ég vitnaði til og vinkonur mínar hafa verið svo duglegar með að lýsa enn nánar...
Skrifa um jólaferðina síðar í dag. Er að fara í bæinn að kaupa jólagjafir!
Hey sæta vona að þú hafir átt góð flíspeysumóment ;)
Verð að játa það að fína flíspeysan mín kom sér vel í vetur í skítköldum vesturbæjarskóla, og ég var með stutt hár og strípur!!! (lét samt leggingsbuxurnar vera, ekki heppilegar úti í frímó) Já maður á mörg skuggaleg leyndarmál...
Hlakka svo ótrúlega til að hitta þig á þollák anna mín, get ekki beðið. gyða
Skrifa ummæli