föstudagur, desember 01, 2006

1. desember

Ég vildi óska foreldrum mínum til hamingju með 27 ára brúðkaupsafmælið sitt sem er í dag. Þennan sama dag var einnig troðið á mig nafninu mínu með vígðu vatni og fíneríi. Svo fékk Ísland líka fullveldi þennan dag.
Merkisdagur alveg hreint

Annars er komin helgi sem er vel. Er orðin afskaplega morgungeðvond í myrkrinu að vakna klukkan hálf 7. Á slíkum morgnum þegar geðvondskan er í hámarki vildi ég óska þess að ég byggi ein. Það að þurfa að hafa samskipti við fólk fyrsta hálftímann eftir vöknun er hreinlega mannréttindabrot. Sér í lagi fólk sem maður þekkir ekki það vel að maður getur verið dónalegur við. Eins og ég er við pabba greyið þegar hann er að reyna að vera með eitthvað sprell á morgnana í Austurbyggðinni.
Þannig að á morgun verður sofið þar til birtir.

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Vertu bara donaleg vid blessad folkid, tha haetta thaer kannski ad vakna snemma a morgnanna og thu faerd tad sem thu vilt.

Thad er lika omugulegt hvad madur mismunar folki. Fjolskylda manns faer alltaf verstu medferdina, er tad ekki osanngjarnt? Og tar sem tad eru litlar likur a ad madur fari ad geta hamid sig heima fyrir, aetti madur kannski bara ad fara ad haga ser eins vid alla, tha er madur kannski almennt donalegur, en alla vega ekki discriminating!

Annars faer fadir thinn alla mina samud, tad er litid gaman ad vera morgunhress innan um filupuka!

Anna Þorbjörg sagði...

ójá það er mun betra að vera alltaf dónalegur en að vera með mismunun, eða hvað?

Nafnlaus sagði...

ég þekki þetta vandamál virkilega vel þar sem ég var alltaf morgunfúl sem barn og vaknaði ekstra snemma til að losna við traffíkina í eldhúsinu. Mitt vandamál er að ég er fúl þegar ég er svöng og þegar ég vakna er ég banhungruð en þegar ég er búin að borða þá hressist ég. Nú þegar ég er alltaf ein á morgnana er þetta ekkert vandmál, Frank sefur nefnilega alltaf amk 2 eða 3 tímum lengur en ég sem er pínu svindl. Það er ekstra súrt um helgar þegar ég þarf að vakna klukkan sex.

Gangi þér annars með að hemja dónaskapinn á morgnana ;)Þþað er reyndar alltaf gott að kunna að segja fyrirgefðu hehe þá kemst maður upp með nánast allt.

Nafnlaus sagði...

by the way...fannst fyndið að þú notaðir orðið vel í staðinn fyrir gott ... er það ekki mjög sænkst?? það er amk mjög danskt.

Anna Þorbjörg sagði...

Mér finnst það nú bara vera fín íslenska að segja vel...