Af hverju fær maður unglingabólur þegar maður er langt frá því að vera unglingur? Og af hverju heita slíkar bólur yfir höfuð unglingabólur. Var slétt sem barnsrass á mínum unglingsárum en það er af sem áður var. Ekki nóg að hrukkur séu farnar að láta á sér kræla heldur þarf maður sömuleiðis að fá bólur. Það er ýmislegt á mann lagt!
Kannski tími til komin að hætta að borða McDonalds...
þriðjudagur, október 31, 2006
Hvítt hyski
Það er kreisí að gera í vinnunni og allt í fokki og veseni svo ég sat aðeins lengur í dag svona til að reyna að bjarga því sem bjargað verður. Borðaði hádegismat klukkan 12 og svo ekkert eftir það, þannig að í lestinni á leiðinni heim um 7 leitið var hungrið aðeins farið að segja til sín. Alla leiðina var ég með hugann við hvað ég ætlaði að borða í kvöldmat. Hvað langar manni í þegar maður er hungurmorða annað en ógeðið McDonalds. Þegar lestin stöðvaðist strunsaði ég því beinustu leið inn á gullna emmið og splæsti í máltíð sem ég strunsaði svo áfram með heim á leið. Tróð þessu svo í mig á hraða ljóssins og sit nú hér úttútin af fitu og viðbjóði. Hvíthyskislegt eða???
mánudagur, október 30, 2006
Nú er úti veður vont
Það er dimmt og kallt. Hversu leiðinlegt er að þurfa að standa og frjósa klukkan hálf 8 á morgnana og bíða eftir hinum ýmsustu samgöngutækjum (þarf 3 slík til að komast til vinnu + smá labbitúr)? Svo segja veðursérfræðingar að það eigi að snjóa á morgun. Finnst eins og ég hafi verið svikin. Hér flytur maður til útlanda í þeirri von um hlýindi og næs og svo er manni boðið upp á skítkulda og myrkur. Puff :(
sunnudagur, október 29, 2006
Helgin
Anna Ternheim er æði! Hún er svo sæt og hæfileikarík að ég eiginlega hata hana því hún er svo fullkomin. Af hverju er ég ekki svona kúl og mikil pæja? Ef ég eignast börn ætla ég að neyða þau til að læra á gítar og semja lög og verða tónlistarmenn og sjúklega kúl.
Strákarnir í Westlife voru ekki jafnkúl. Hér má sjá þá í góðum gír blessaða. Skemmtilegt þó að sjá loksins Café Operu, veit þó alla vega að ekki hef ég verið að missa af neinu. Allskyns bimbós og slísí gaurar. Ótrúlega erfitt að komast inn. Fólk sem var ekki boðsgestir Samsung neituðu að færa sig aftar svo að við mikilvæga fólkið kæmist fram hjá. Var því kramin fram og tilbaka við að reyna að komast inn. Hefði verið frekar vandræðalegt ef illa hefði farið og maður hefði hlotið illt af. Slasaðist við að reyna að komast inn á tónleika með Westlife!
Í gær var síðan yndislegur haustdagur og labbaði ég inn í Gamla Stan og hitti þar Aysu og vinkonu hennar á kaffihúsi.
Síðan var skotist heim og farið í partýbúninginn og fór í partý til Lauru. Þetta var afar alþjóðleg samkoma með Svíum (að sjálfsögðu), Finna, Þjóðverja, Frökkum (sjá hér að ofan) og svo auðvitað mér.
Er eitthvað andlaus og nenni ekki að skrifa meira og nenni ekki heldur að reyna að vera eitthvað sniðug. Kemur kannski síðar.
Eigiði gott sunnudagskvöld :)
Strákarnir í Westlife voru ekki jafnkúl. Hér má sjá þá í góðum gír blessaða. Skemmtilegt þó að sjá loksins Café Operu, veit þó alla vega að ekki hef ég verið að missa af neinu. Allskyns bimbós og slísí gaurar. Ótrúlega erfitt að komast inn. Fólk sem var ekki boðsgestir Samsung neituðu að færa sig aftar svo að við mikilvæga fólkið kæmist fram hjá. Var því kramin fram og tilbaka við að reyna að komast inn. Hefði verið frekar vandræðalegt ef illa hefði farið og maður hefði hlotið illt af. Slasaðist við að reyna að komast inn á tónleika með Westlife!
Í gær var síðan yndislegur haustdagur og labbaði ég inn í Gamla Stan og hitti þar Aysu og vinkonu hennar á kaffihúsi.
Síðan var skotist heim og farið í partýbúninginn og fór í partý til Lauru. Þetta var afar alþjóðleg samkoma með Svíum (að sjálfsögðu), Finna, Þjóðverja, Frökkum (sjá hér að ofan) og svo auðvitað mér.
Er eitthvað andlaus og nenni ekki að skrifa meira og nenni ekki heldur að reyna að vera eitthvað sniðug. Kemur kannski síðar.
Eigiði gott sunnudagskvöld :)
þriðjudagur, október 24, 2006
Væmið blogg
Vildi síðan þakka fyrir allar kveðjurnar, pakkana og símtölin sem ég fékk vegna þess merka áfanga að verða 27 ára! Oft finnst mér ég vera ein og yfirgefin í útlöndum og allir hafi löngu gleymt mér, en svo virðist nú ekki vera. Gott að vita. Takk, takk....
Reyndar má geta þess að sumar gjafirnar hafi valdið nokkrum óskunda. Ákveðin frænka mér gaf mér fínheitis snapsa sem ullu því að helmingur veislugesta minna á laugardaginn áttu erfitt með að halda honum sem og öðrum veitingum inni. Ekki skal þess getið hvort undirrituð hafi verið ein af þessum.
Reyndar má geta þess að sumar gjafirnar hafi valdið nokkrum óskunda. Ákveðin frænka mér gaf mér fínheitis snapsa sem ullu því að helmingur veislugesta minna á laugardaginn áttu erfitt með að halda honum sem og öðrum veitingum inni. Ekki skal þess getið hvort undirrituð hafi verið ein af þessum.
Westlife; Ó já!
Á föstudaginn er ég að fara á tónleika með hinu sykursæta strákabandi Westlife. Já, kærir lesendur, þið lásuð rétt, Westlife!
Það væri nú gaman að skrifa ekkert meira og láta fólk halda að ég væri að missa vitið en best að ég útskýri þetta nánar.
Samsung er með eitthvert svona VIP kvöld á Café Opera, sem er einn fínasti veitingastaðurinn í Svíþjóð, þar sem fyrrnefnd hljómsveit mun koma fram. Þar sem við hjá söludeildinni erum búin að sprengja festa skala í sölutölum er okkur sem sé boðið á þetta. Við ætlum að hittast heima hjá bossinum áður og flykkja síðan liði á ósköpin.
Er annars að fara á tónleika með Önnu Ternheim deginum áður, spurning hvaða tónleikar verði betri. Hmmm, erfið spurning ekki satt?
Það væri nú gaman að skrifa ekkert meira og láta fólk halda að ég væri að missa vitið en best að ég útskýri þetta nánar.
Samsung er með eitthvert svona VIP kvöld á Café Opera, sem er einn fínasti veitingastaðurinn í Svíþjóð, þar sem fyrrnefnd hljómsveit mun koma fram. Þar sem við hjá söludeildinni erum búin að sprengja festa skala í sölutölum er okkur sem sé boðið á þetta. Við ætlum að hittast heima hjá bossinum áður og flykkja síðan liði á ósköpin.
Er annars að fara á tónleika með Önnu Ternheim deginum áður, spurning hvaða tónleikar verði betri. Hmmm, erfið spurning ekki satt?
sunnudagur, október 22, 2006
Myndatími
Ákvað að skella svona nokkrum myndum af lífinu mínu síðustu daga. Hér að ofan er afmælisgleðskapurinn. Sú sem átti afmæli líka er lengst til hægri.
Síðan er Sigga búin að vera hér í heimsókn og í gær fórum við í túristaleik og löbbuðum um Stokkhólm. Eins og búið er að vera gott veður þá skall á með rigningu strax og hún mætti á svæðið og hefur varla hætt síðan.
Í gærkvöldi var síðan haldinn smá stærri afmælisgleðskapur. Hér má sjá okkur frænkur og fyrir þá sem kröfðust almennilegra mynda af fína kjólnum mínum þá má sjá hann hér að ofan. Reyndar eru þetta báðir mínir nýjustu kjólar.Hér eru þær Aysu, Stina og Ingrid.
og ég og Lára.
Og Lüchingerinn og Lotta
Svo fórum við öll í bæinn með tunnelbananum.
Sem sé búið að vera nóg um að vera síðusta dagana. Er því þreytt í dag og enn í náttfötunum og athugið klukkan er 7 á sunnudagskvöldi. Ljúft!
Síðan er Sigga búin að vera hér í heimsókn og í gær fórum við í túristaleik og löbbuðum um Stokkhólm. Eins og búið er að vera gott veður þá skall á með rigningu strax og hún mætti á svæðið og hefur varla hætt síðan.
Í gærkvöldi var síðan haldinn smá stærri afmælisgleðskapur. Hér má sjá okkur frænkur og fyrir þá sem kröfðust almennilegra mynda af fína kjólnum mínum þá má sjá hann hér að ofan. Reyndar eru þetta báðir mínir nýjustu kjólar.Hér eru þær Aysu, Stina og Ingrid.
og ég og Lára.
Og Lüchingerinn og Lotta
Svo fórum við öll í bæinn með tunnelbananum.
Sem sé búið að vera nóg um að vera síðusta dagana. Er því þreytt í dag og enn í náttfötunum og athugið klukkan er 7 á sunnudagskvöldi. Ljúft!
föstudagur, október 20, 2006
Threyta
Úff! Er maett til vinnu ekki alveg sú hressasta. Sigrídur feilafrí maett á svaedid og vard madur nú ad sýna henni hverfisbarina. Bara eftir ad vera hér í 7 og hálfan tíma, aetli madur lifi thad ekki af.
miðvikudagur, október 18, 2006
Ammaeli
Thá er afmaelisdagurinn runninn upp bjartur og fagur, eda alla vega ekki meira en hálfskýjadur. Er nu bara í vinnunni ad sinna mínum skyldum. Fékk kók og Dumle karmellur frá samstarfskonu minni sem ég byrjadi daginn med. Stadgodur morgunverdur ekki satt?
Annars er ég nánast klökk hvad allir eru gódir ad senda mér skilabod og svona, thad thykir mér vaent um. Madur er ordinn svo meir med aldrinum, fékk tár í augun thegar ég opnadi afmaeliskortid frá mömmu minni í morgun. Madur verdur aldrei of gamall fyrir ad sakna mömmu sinnar.
Bara svona til ad koma thví ad thá er ég afskaplega ánaegd med íslensk stjórnvöld thessa dagana vegna thess ad hvalveidar í atvinnuskyni eru nú aftur leyfdar. Húrra fyrir thví!
Annars er ég nánast klökk hvad allir eru gódir ad senda mér skilabod og svona, thad thykir mér vaent um. Madur er ordinn svo meir med aldrinum, fékk tár í augun thegar ég opnadi afmaeliskortid frá mömmu minni í morgun. Madur verdur aldrei of gamall fyrir ad sakna mömmu sinnar.
Bara svona til ad koma thví ad thá er ég afskaplega ánaegd med íslensk stjórnvöld thessa dagana vegna thess ad hvalveidar í atvinnuskyni eru nú aftur leyfdar. Húrra fyrir thví!
þriðjudagur, október 17, 2006
Vinur minn í Algeríu
Fékk símtal í nótt. Ég svara svefndrukkin einhverju útlensku númeri sem ég þekki ekki. Þar var maður sem talar skrítna ensku og ég skil ekkert hvað hann segir sem og ég er hálfsofandi. Heyri þó að hann segir nafn mitt. Ég hreiti út úr mér að ég sé sofandi og skelli á. Mínútu síðar fæ ég sms frá sama númeri. Anna, i´m mr sofiane algerian men i will chat with you
Það er nefnilega það! Ætli gaurinn hafi ekki fengið símanúmerið einhvern veginn í gegnum skype þó fólk sem maður hefur ekki samþykkt sem tengla eigi ekki að fá svona upplýsingar um mann.
Mér leikur forvitni á að vita hvort svona virki á einhvern. Ætli það sé einhver sem tekur upp spjall við fólk sem hringir skyndilega í mann og vill vera vinur manns. Maður spyr sig!
Annars er stóri dagurinn á morgun, þ.e. dagurinn sem færir mann nær þrítugs aldrinum og ellinni. Gjafir eru byrjaðar að streyma að úr hinum ýmsustu löndum og færi ég sendendum kærar þakkir fyrir það. Planið á morgun er að fara út að borða með stelpu úr vinnunni sem á einmitt líka afmæli á morgun og er líka fædd 1979, þó 4 klst áður en ég svo hún er ellismellurinn af okkur tveimur. Það kemur eitthvað meira fólk með okkur svo þetta verður ágætis afmælisfögnuður. Sigga danska kemur svo í heimsókn til mín á fimmtudaginn og verður fram yfir helgi. Næstu dagar munu því líklega verða ánægjulegir sem er vel því nú er dimmt og kallt og þunglyndislegt.
Það er nefnilega það! Ætli gaurinn hafi ekki fengið símanúmerið einhvern veginn í gegnum skype þó fólk sem maður hefur ekki samþykkt sem tengla eigi ekki að fá svona upplýsingar um mann.
Mér leikur forvitni á að vita hvort svona virki á einhvern. Ætli það sé einhver sem tekur upp spjall við fólk sem hringir skyndilega í mann og vill vera vinur manns. Maður spyr sig!
Annars er stóri dagurinn á morgun, þ.e. dagurinn sem færir mann nær þrítugs aldrinum og ellinni. Gjafir eru byrjaðar að streyma að úr hinum ýmsustu löndum og færi ég sendendum kærar þakkir fyrir það. Planið á morgun er að fara út að borða með stelpu úr vinnunni sem á einmitt líka afmæli á morgun og er líka fædd 1979, þó 4 klst áður en ég svo hún er ellismellurinn af okkur tveimur. Það kemur eitthvað meira fólk með okkur svo þetta verður ágætis afmælisfögnuður. Sigga danska kemur svo í heimsókn til mín á fimmtudaginn og verður fram yfir helgi. Næstu dagar munu því líklega verða ánægjulegir sem er vel því nú er dimmt og kallt og þunglyndislegt.
sunnudagur, október 15, 2006
Þróunarlandið Ísland
Rakst á frétt á mbl.is þar sem segir; Bandaríkjamenn nálgast þrjú hundruð milljóna markið og er eina iðnvædda ríkið þar sem íbúum fjölgar.
Ég hef sem sé lifað í blekkingu öll þessi ár. Ísland virðist því vera þróunarríki eða hvað? Man ekki betur en að gríðarleg fagnaðarlæti hafi brotist út á Íslandi fyrr á þessu ári þegar 300 hundraðasti Íslendingurinn fæddist. En við erum sem sé ekki iðnvædd.
Fyrir utan þetta held ég að íbúum fjölgi í flestöllum nágrannaríkjum okkar. Svíar eru t.d. óðum að nálgast 10 milljónir en þeir eru kannski vanþróaðir líka, hver veit!
Ég hef sem sé lifað í blekkingu öll þessi ár. Ísland virðist því vera þróunarríki eða hvað? Man ekki betur en að gríðarleg fagnaðarlæti hafi brotist út á Íslandi fyrr á þessu ári þegar 300 hundraðasti Íslendingurinn fæddist. En við erum sem sé ekki iðnvædd.
Fyrir utan þetta held ég að íbúum fjölgi í flestöllum nágrannaríkjum okkar. Svíar eru t.d. óðum að nálgast 10 milljónir en þeir eru kannski vanþróaðir líka, hver veit!
laugardagur, október 14, 2006
Skandall!
Það er allt að verða vitlaust í sænskri pólitík þessa dagana. Nýskipaðir ráðherrar segjandi af sér hægri vinstri og óneitanlega hlakkar í mér yfir því að hægraliðið sé að valda svona miklum usla. Já, Svíagreyin hefðu heldur átt að halda sig við sósíalistana. Get þó reyndar ekki sagt að vinstra liðið hér hafi verið nokkru betra þegar kemur að því að halda ráðherraembættum. Í Svíþjóð virðist það vera lenska að ráðherrar hafi óhreint mjöl í pokahorninu sem er blásið upp í fjölmiðlum svo ráðherrarnir hröklast frá völdum. Hér virðist ekkert vera fyrirgefið.
Á Íslandi virðist þröskuldurinn vera mun hærri fyrir ráðherrana okkar. Það væri eflaust hægt að finna óhróður (þ.e. á sænskan mælikvarða) um alla ráðherrana. Finnst t.d. einhvern veginn ólíklegt að einhver ráðherrann segði af sér vegna þess að hann hafði ekki borgað barnapíunni sinni eftir nýjasta launataxta Eflingar og viðeigandi skatta eins og eitt skandalsmálið hér snýst um.
Það sem er þó athugavert við alla þessa ráðherraskandala hér í Svíaríki, er að þeir virðast allir snúast að konum. Ætla mér að efast um að það sé vegna þess að konur séu almennt spilltari en karlar heldur er þetta vegna þess að konur virðast þurfa að vera 10x betri en karlar til að hljóta virðingu og viðurkenningu. Konurnar eru rannsakaðar út í þaula svona eins og til að finna eitthvað á rétt eins og til að finna sönnun fyrir því sem margir vilja halda; að konur eigi ekki heima í þessum karlaheimi.
En nú veit ég það alla vega, að alltaf að biðja barnapíur um skattkort og alltaf að borga afnotagjöldin af RÚV (annar skandallinn fjallar einmitt um afnotagjöld) því annars er voðinn vís!
Í þessu samhengi er svo gaman að skoða Árna Johnsen blessaðan. Veit ég vel að ekki var hann ráðherra en bara það að hann geti boðið sig fram aftur til Alþingis og fólk í alvöru vilji kjósa hann til þess er ekkert annað en fásinna í sænsku samhengi. Ísland virðist því vera draumaland spilltra stjórnmálamanna, við erum svo góð í að fyrirgefa og gleyma.
Á Íslandi virðist þröskuldurinn vera mun hærri fyrir ráðherrana okkar. Það væri eflaust hægt að finna óhróður (þ.e. á sænskan mælikvarða) um alla ráðherrana. Finnst t.d. einhvern veginn ólíklegt að einhver ráðherrann segði af sér vegna þess að hann hafði ekki borgað barnapíunni sinni eftir nýjasta launataxta Eflingar og viðeigandi skatta eins og eitt skandalsmálið hér snýst um.
Það sem er þó athugavert við alla þessa ráðherraskandala hér í Svíaríki, er að þeir virðast allir snúast að konum. Ætla mér að efast um að það sé vegna þess að konur séu almennt spilltari en karlar heldur er þetta vegna þess að konur virðast þurfa að vera 10x betri en karlar til að hljóta virðingu og viðurkenningu. Konurnar eru rannsakaðar út í þaula svona eins og til að finna eitthvað á rétt eins og til að finna sönnun fyrir því sem margir vilja halda; að konur eigi ekki heima í þessum karlaheimi.
En nú veit ég það alla vega, að alltaf að biðja barnapíur um skattkort og alltaf að borga afnotagjöldin af RÚV (annar skandallinn fjallar einmitt um afnotagjöld) því annars er voðinn vís!
Í þessu samhengi er svo gaman að skoða Árna Johnsen blessaðan. Veit ég vel að ekki var hann ráðherra en bara það að hann geti boðið sig fram aftur til Alþingis og fólk í alvöru vilji kjósa hann til þess er ekkert annað en fásinna í sænsku samhengi. Ísland virðist því vera draumaland spilltra stjórnmálamanna, við erum svo góð í að fyrirgefa og gleyma.
föstudagur, október 13, 2006
Staffaþjapp
Í gær var svona kvöld með vinnunni þar sem ætlunin er að þjappa vinnufélögunum saman. Við fórum á voðalegan fínan herragarð þar sem tók á móti okkur kokkur og við dressuðum okkur upp í svuntu og kokkahúfu og elduðum síðan fínan mat undir leiðsögn kokksins. Okkur var skipt í 3 lið, forréttur, aðalréttur og eftirréttur og síðan var keppni milli liða. Ég var í forrétta liðinu sem var auðvitað það besta og vorum við heiðruð í lok kvöldsins fyrir frammistöðuna með forláta gullpening.
Hér má sjá okkur þar sem við kynntum réttinn fyrir liðinu.
Og útkomuna má sjá hér að neðan. Afskaplega fallegt. Ég bar ábyrgð á bleika möffinsinu, en þetta er rauðrófumöffins. Ég og Andreas hinn finnski hjálpuðumst að við það, og vildum við að það myndi fá nafnið, "innflytjendamöffins".
Meðan á eldamennskunni stóð var svo barinn opinn og var skálað duglega.
Fallegir kokkahattar ekki satt? Fengum einmitt að halda þeim sem og svuntunum. Óhætt að fullyrða að Samsung er ekki á hvínandi kúpunni því við athuguðum á heimasíðunni hvað þetta hefði kostað og sáum þá að ævintýrið kostar "ekki nema" 1600 á kjaft. Sem sé ca. 18 þúsund kall takk fyrir.
Annars var nokkuð skrítinn dagur í vinnunni í dag. Eftir að vera búin að þjappa liðinu almennilega saman í gærkvöldi var svo ein stelpan rekin í dag. Hún byrjaði nokkrum dögum á undan mér. Hún fékk þær útskýringar að hún ynni of hægt og spyrði of mikið. Frekar ömurlegt því hún er ein sú yndælasta í bransanum. Er þó vissulega glöð að útlendingurinn ég, sem var ráðin undir þeim formerkjum að ég talaði dönsku, sem reyndist síðan vera bull (svona nokkurn veginn alla vega), hafi ekki verið sparkað. Stelpugreyið var auðvitað miður sín og grét og svona. Fyrir ca. 3 vikum hætti önnur stelpa líka skyndilega hjá okkur. Það kom e-mail frá yfirmanninum til okkar allra, þar sem hún sem þakkaði henni fyrir vel unnin störf en nú myndi hún kveðja okkur. Svo var hún bara farin 10 mínútum síðar. Það er sem sé ekkert svaka hress stemning núna í vinnunni. Hver veit nema maður verði rekinn í næstu viku.
Annars er ég því miður ekki komin í helgarfrí því á morgun mun ég vera á einhverskonar námskeiði í vinnunni. Má þó alla vega þakka fyrir að mér sé boðið á þetta námskeið svo ég ætla ekkert að vera að kvarta meira.
Hér má sjá okkur þar sem við kynntum réttinn fyrir liðinu.
Og útkomuna má sjá hér að neðan. Afskaplega fallegt. Ég bar ábyrgð á bleika möffinsinu, en þetta er rauðrófumöffins. Ég og Andreas hinn finnski hjálpuðumst að við það, og vildum við að það myndi fá nafnið, "innflytjendamöffins".
Meðan á eldamennskunni stóð var svo barinn opinn og var skálað duglega.
Fallegir kokkahattar ekki satt? Fengum einmitt að halda þeim sem og svuntunum. Óhætt að fullyrða að Samsung er ekki á hvínandi kúpunni því við athuguðum á heimasíðunni hvað þetta hefði kostað og sáum þá að ævintýrið kostar "ekki nema" 1600 á kjaft. Sem sé ca. 18 þúsund kall takk fyrir.
Annars var nokkuð skrítinn dagur í vinnunni í dag. Eftir að vera búin að þjappa liðinu almennilega saman í gærkvöldi var svo ein stelpan rekin í dag. Hún byrjaði nokkrum dögum á undan mér. Hún fékk þær útskýringar að hún ynni of hægt og spyrði of mikið. Frekar ömurlegt því hún er ein sú yndælasta í bransanum. Er þó vissulega glöð að útlendingurinn ég, sem var ráðin undir þeim formerkjum að ég talaði dönsku, sem reyndist síðan vera bull (svona nokkurn veginn alla vega), hafi ekki verið sparkað. Stelpugreyið var auðvitað miður sín og grét og svona. Fyrir ca. 3 vikum hætti önnur stelpa líka skyndilega hjá okkur. Það kom e-mail frá yfirmanninum til okkar allra, þar sem hún sem þakkaði henni fyrir vel unnin störf en nú myndi hún kveðja okkur. Svo var hún bara farin 10 mínútum síðar. Það er sem sé ekkert svaka hress stemning núna í vinnunni. Hver veit nema maður verði rekinn í næstu viku.
Annars er ég því miður ekki komin í helgarfrí því á morgun mun ég vera á einhverskonar námskeiði í vinnunni. Má þó alla vega þakka fyrir að mér sé boðið á þetta námskeið svo ég ætla ekkert að vera að kvarta meira.
miðvikudagur, október 11, 2006
Til Glóu
Þar sem helsti aðdáandi þessarar síðu virðist vera Eygló föðursystir mín ákvað ég að skella inn smá fótboltafærslu. Held að á þessari stundu fari fram landsleikur Íslands og Svíþjóðar. Í blaðinu í dag var einmitt smá grein um þennan leik. Þó ég hafi engan áhuga á fótbolta las ég þetta þar sem ég er haldin krónískri þjóðrembu og les allt sem hefur Ísland í fyrirsögninni. Sökum þessarar þjóðrembu minnar var ég sármóðguð að lesa þessa grein. Læt hér fylgja með brot úr greininni í lausri þýðingu.
Í sjónvarpsviðtali um daginn sagði Roland Anderson að við ættum ekki að búast við auðveldum sigri. Mér þykir það leitt Roland, en það er einmitt það sem við eigum að búa okkur undir og það sem við mun hljóta. Að Ísland sé nokkuð annað en C-þjóð í þessu samhengi er kúkatal (haha - sem sé skitprat).
Síðan telur blaðamaðurinn upp vandræðalegar úrslitatölur íslenskra landsleikja og heldur svo áfram:
Eruð þið enn smeyk um tap. Ekki ég.
Eygló; hvað finnst þér um þetta. Helvítis mont-Volvókeyrandi pakk
Í sjónvarpsviðtali um daginn sagði Roland Anderson að við ættum ekki að búast við auðveldum sigri. Mér þykir það leitt Roland, en það er einmitt það sem við eigum að búa okkur undir og það sem við mun hljóta. Að Ísland sé nokkuð annað en C-þjóð í þessu samhengi er kúkatal (haha - sem sé skitprat).
Síðan telur blaðamaðurinn upp vandræðalegar úrslitatölur íslenskra landsleikja og heldur svo áfram:
Eruð þið enn smeyk um tap. Ekki ég.
Eygló; hvað finnst þér um þetta. Helvítis mont-Volvókeyrandi pakk
H&M
Þar sem fjárhagurinn hefur ekki upp á sitt sterkasta síðustu messeri hef ég haldið mig fjarri fatabúðum, og þá sérstaklega H&M, eins og ég get. Geri mér fulla grein fyrir áhrifum slíks leiðangurs á pyngjuna. Dagný litla syss bað mig svo að fara í H&M og athuga fyrir sig hatt sem hún hafði séð þegar hún var hér. Þegar inn í búðina kom, rann á mig nokkurs konar æði við að sjá öll fínu fötin og áður en ég vissi af var ég komin inn í mátunarklefa með alls kyns leppa. Hef enga sjálfstjórn þegar kemur að fötum, og þá sérstaklega, já þið gátuð rétt, kjólum. Kom sem sé út með kjól í poka og engan hatt handa Döggu enda ekki til. Grunar að Dagný hafi lagt mig í gildru. Hún var hér fyrir rúmum mánuði og hefur líkast til vitað að þessi hattur hafi löngu verið búinn. Henni hefur bara langað til að sjá hvort ég væri jafn mikill verslunarfíkill og hún hélt og sent mig beint í þessa ósvífnu gildru. Bíræfin stelpan.... en mundu bara, það ert þú sem borgar VISA reikninginn!
mánudagur, október 09, 2006
Fræg hjá Samsung
Það er hefð fyrir því hjá Samsung að afmælisbörnum hvers mánaðar er boðið til hádegisverðar með forstjóra fyrirtækisins. Októberafmælisbörnunum var sem sé boðið í dag og það ættu allir að vita að ég er eitt þeirra. (Lesist: kaupið pakka og sendið hið snarasta!)
Þar sem það vinna töluvert yfir 100 manns á skrifstofunni þekki ég langt frá því alla. Þarna var t.d. einn miðaldra maður sem ég hafði aldrei séð áður. Hann fer eitthvað að tala um fótbolta, svo ég loka eyrunum, en heyri svo að hann segir að Ísland og Svíþjóð muni spila á miðvikudaginn. Þá færist ég nú aðeins í aukana og segist einmitt vera frá Íslandi. Þá segir hann bara; ég veit. Merkilegt! Ætli ég sé svona útlendingafríkið á skrifstofuni sem fólk pískrar um þegar ég geng framhjá? Hef alls ekkert mikil samskipti við nema nokkra innan skrifstofunar svo ég hélt nú að fæstir vissi hver ég væri.
En sem sé, ég er fræg hjá Samsung!
Þar sem það vinna töluvert yfir 100 manns á skrifstofunni þekki ég langt frá því alla. Þarna var t.d. einn miðaldra maður sem ég hafði aldrei séð áður. Hann fer eitthvað að tala um fótbolta, svo ég loka eyrunum, en heyri svo að hann segir að Ísland og Svíþjóð muni spila á miðvikudaginn. Þá færist ég nú aðeins í aukana og segist einmitt vera frá Íslandi. Þá segir hann bara; ég veit. Merkilegt! Ætli ég sé svona útlendingafríkið á skrifstofuni sem fólk pískrar um þegar ég geng framhjá? Hef alls ekkert mikil samskipti við nema nokkra innan skrifstofunar svo ég hélt nú að fæstir vissi hver ég væri.
En sem sé, ég er fræg hjá Samsung!
sunnudagur, október 08, 2006
Helgin
Vegna fjölda áskorana tel ég það skyldu mína að setja hér inn eins og eina færslu.
Þetta er búin að vera fínasta helgi. Á föstudaginn kom Vibeke, fyrrum sambýlingur minn í Uppsala, ásamt kærastanum sínum, til Stokkhólms og við fórum á tónleika með sænskri hljómsveit sem heitir Hello Saferide. Fínasta skemmtun alveg hreint.
Á laugardaginn hjóluðum við Aysu svo til fyrrum bekkjarfélaga og kærustu sem búa á Lydingö. Það er svolítið langt í burtu en Aysu sannfærði mig um að það væri miklu betra að hjóla en að taka lest (hún á sko ekki mánaðarkort eins og ég). Hún sagði að þetta tæki um hálftíma en það kom svo í ljós að ferðin tók um 1 1/2 tíma þar sem við viltumst pínu. Minnti mig á þegar ég hjólaði frá Uppsala um daginn og hjólaði um í örvinglan í úthverfum Stokkhólms í leit að miðborginni. Við komumst þó að lokum heilar á höldnu og drukkum rauðvín, borðuðum pizzu og horfðum á video. Tók styttri tíma að komast heim en það er þó ekkert spes að hjóla í miðborg Stokkhólms á laugardagsnóttu. Fullt fólk út um allt sem og kreisí leigubílsstjórar. Eftir hjólaslysið mitt í Uppsala í sumar er ég fáránlega stressuð að hjóla í umferðinni. Sem sé margar vondar minningar tengdar hjólaiðkun rifjuðust upp í þessari ferð
Tók þessa mynd þar sem einkunnarorð Aysu er "puss, puss". Segir þetta í hvert skipti sem hún kveður einhvern. Puss er sem sé koss. Rákumst á þetta götuskilti þegar við vorum viltar, þar sem einhver sniðugur hafði breytt Bussgatan í Pussgatan.
Í dag fór ég síðan með Lauru vinkonu minni í höllina. Þar voru þessir sænsku herramenn að þramma fram og tilbaka. Finnst alltaf jafn fyndið og fáránlegt að sjá þessar serimóníur. Ímynda mér að þetta sé svo vandræðalegt fyrir strákgreyin að vera í þessum skrítnu búningum og labba fram og tilbaka í takt og lyfta upp byssunum sínum og svona. En ætli þeim finnist þeir ekki svakalega kúl!
Að sjálfsögðu var allt voða fínt í höllinni, gull út um allt og svona. Sérstaklega skemmtilegt var þó að skoða kjólasafn Silvíu drottningar. Þar sem ég er haldin ákveðinni ástríðu á kjólum (samanber hinar ýmsu færslur um fljótfærnisleg kjólakaup í blankheitum) var þetta sérstaklega áhugavert. Held þó að mínar kjólalufsur séu nú varla samanburðarhæfar við þetta safn.
Hér að ofan má svo sjá minnismerki um einhverja svona orðu sem Hr. Grímsson blessaður hefur hlotið frá sænska kóngadótinu. Óþarfi þó að æsa sig úr stolti yfir því, allir forsetar í heiminum liggur við hafa fengið þessa orðu.
Ótrúlega afkastamikil helgi sem sé; hljómleikar, rauðvínsdrykkja (í hófi), horft á evrópska kvikmynd, stunduð líkamsrækt (hjóla í skrilljón kílómetra), farið í konungshöllina og farið á kaffihús í Gamla Stan. Ef maður væri nú alltaf svona duglegur um helgar í staðinn fyrir að liggja í rúminu í þynnku, éta skyndibitafæði og horfa á amerískt, útþynnt sjónvarpsefni. Kannski ég sé loksins orðin fullorðin!
Þetta er búin að vera fínasta helgi. Á föstudaginn kom Vibeke, fyrrum sambýlingur minn í Uppsala, ásamt kærastanum sínum, til Stokkhólms og við fórum á tónleika með sænskri hljómsveit sem heitir Hello Saferide. Fínasta skemmtun alveg hreint.
Á laugardaginn hjóluðum við Aysu svo til fyrrum bekkjarfélaga og kærustu sem búa á Lydingö. Það er svolítið langt í burtu en Aysu sannfærði mig um að það væri miklu betra að hjóla en að taka lest (hún á sko ekki mánaðarkort eins og ég). Hún sagði að þetta tæki um hálftíma en það kom svo í ljós að ferðin tók um 1 1/2 tíma þar sem við viltumst pínu. Minnti mig á þegar ég hjólaði frá Uppsala um daginn og hjólaði um í örvinglan í úthverfum Stokkhólms í leit að miðborginni. Við komumst þó að lokum heilar á höldnu og drukkum rauðvín, borðuðum pizzu og horfðum á video. Tók styttri tíma að komast heim en það er þó ekkert spes að hjóla í miðborg Stokkhólms á laugardagsnóttu. Fullt fólk út um allt sem og kreisí leigubílsstjórar. Eftir hjólaslysið mitt í Uppsala í sumar er ég fáránlega stressuð að hjóla í umferðinni. Sem sé margar vondar minningar tengdar hjólaiðkun rifjuðust upp í þessari ferð
Tók þessa mynd þar sem einkunnarorð Aysu er "puss, puss". Segir þetta í hvert skipti sem hún kveður einhvern. Puss er sem sé koss. Rákumst á þetta götuskilti þegar við vorum viltar, þar sem einhver sniðugur hafði breytt Bussgatan í Pussgatan.
Í dag fór ég síðan með Lauru vinkonu minni í höllina. Þar voru þessir sænsku herramenn að þramma fram og tilbaka. Finnst alltaf jafn fyndið og fáránlegt að sjá þessar serimóníur. Ímynda mér að þetta sé svo vandræðalegt fyrir strákgreyin að vera í þessum skrítnu búningum og labba fram og tilbaka í takt og lyfta upp byssunum sínum og svona. En ætli þeim finnist þeir ekki svakalega kúl!
Að sjálfsögðu var allt voða fínt í höllinni, gull út um allt og svona. Sérstaklega skemmtilegt var þó að skoða kjólasafn Silvíu drottningar. Þar sem ég er haldin ákveðinni ástríðu á kjólum (samanber hinar ýmsu færslur um fljótfærnisleg kjólakaup í blankheitum) var þetta sérstaklega áhugavert. Held þó að mínar kjólalufsur séu nú varla samanburðarhæfar við þetta safn.
Hér að ofan má svo sjá minnismerki um einhverja svona orðu sem Hr. Grímsson blessaður hefur hlotið frá sænska kóngadótinu. Óþarfi þó að æsa sig úr stolti yfir því, allir forsetar í heiminum liggur við hafa fengið þessa orðu.
Ótrúlega afkastamikil helgi sem sé; hljómleikar, rauðvínsdrykkja (í hófi), horft á evrópska kvikmynd, stunduð líkamsrækt (hjóla í skrilljón kílómetra), farið í konungshöllina og farið á kaffihús í Gamla Stan. Ef maður væri nú alltaf svona duglegur um helgar í staðinn fyrir að liggja í rúminu í þynnku, éta skyndibitafæði og horfa á amerískt, útþynnt sjónvarpsefni. Kannski ég sé loksins orðin fullorðin!
fimmtudagur, október 05, 2006
Gód rád
Ég vildi bara thakka úrraedagódum fraenkum minum fyrir ad reyna ad koma mér til bjargar um thad hvernig ég get komid mér sudur á nýjársdag. Hugmynd Sigrídar Larsen er einkar gód en held ég thó ad thad vaeri vaenlegra ad standa á Hörgárbraut en Drottningarbraut svo ég endi ekki á Egilsstödum. Thetta med sjúkraflugid finnst mér thó einnig koma til greina thar sem thar tharf ég ekki ad vara föst í bíl med ókunnugum i marga tíma og finna upp á kurteisishjali sem mér thykir af leidinlegt. Í sjúkrafluginu gaeti ég bara thóst vera svo kvalin ad ég gaeti ekki talad. Madur aetti nú kannski ekki ad vera ad setja thetta á netid svona ef sjúkraflutningafólkid les thetta. Velti thessu fyrir mér naestu mánudi.
Er thó einnig farin ad skoda thann möguleika ad vera í fyrsta skipti á aevi minni ekki á Akureyri um áramót og vera í Reykjavik. Stína mín lofar mér steik og partýi sem hljómar vel mínum eyrum. Aetla einhverjir fleiri ad vera í höfudborginni thá?
Er thó einnig farin ad skoda thann möguleika ad vera í fyrsta skipti á aevi minni ekki á Akureyri um áramót og vera í Reykjavik. Stína mín lofar mér steik og partýi sem hljómar vel mínum eyrum. Aetla einhverjir fleiri ad vera í höfudborginni thá?
þriðjudagur, október 03, 2006
Helvítis vesen
Það er alltaf eitthvað! Nú þegar ég er búin að panta mér flug heim um jólin frá Svíþjóð er næsta skref að koma sér frá Reykjavík til Akureyrar. Þar sem ég flýg út eldsnemma 2. janúar þarf ég að fara suður á nýjarsdag. Nema hvað! Flugfélag Íslands flýgur ekki þann dag. Þannig að....hef ekki græna glóru hvernig ég á að koma mér til Reykjavíkur! Einhverjar hugmyndir?
Jólin
Thad er af sem ádur var! 2 sídustu vikur voru gedveiki hér i vinnunni thar sem ég sat ein med allar pantanir Samsung til Danmerkur. Nú er samstarfskona mín komin aftur og thá hefur heldur betur róast til. Veit ekki hvad ég á ad gera akkurat núna en langar ad sýnast upptekin svo ég ákvad ad skrifa adeins hér. Hef samt ekkert snidugt ad segja. Eda jú! Var ad kaupa mér flugfar heim. Kem á Thorláksmessu og fer aftur út 2. janúar. Thetta er nú ekki löng dvöl heima en betra en ég bjóst vid. En hvad er med thad ad skattar og flugvallargjöld hjá Icelandair eru 9000 kall??? Var afar hamingjusöm thegar ég fann far á 19000 en thad var bara blekking ein, thví thegar ég komst lengra í bókunarferlinu baettist allt í einu vid thessi 9000 kall. Aetli thetta sé svona jólagjald sem FL-group (heita their ekki thad?) graedgissvínin setja á thar sem their vita ad fólk mun hvort sem er borga thad sem sett er upp um jólin.
Vidbót
Ég gleymdi ad koma thví ad í gaer ad ástaedan fyrir thví ad ég fór ad kvarta yfir hve saenskir karlmenn eru kvenlegir, er vegna dagbladsgreinar sem ég var ad lesa sem fjalladi um karlmannsfördun! Hvad er thad eiginlega????
Já, Sólrún, fyrirgefdu, vildi nú ekkert vera ad dissa thinn helsta markhóp; dansandi prímadonnur med glingur!
Já, Sólrún, fyrirgefdu, vildi nú ekkert vera ad dissa thinn helsta markhóp; dansandi prímadonnur med glingur!
mánudagur, október 02, 2006
Sænskir herramenn
Mér finnst ég ekki hafa gert nógu mikið af því á þessari síðu að kvarta undan Svíum. Það á maður víst að gera þegar maður er staddur erlendis. Það finnst öllum Íslendingum skemmtilegt og verða enn sannfærðari en áður að þeir séu bestir í heiminum!
Ég hef aldrei verið hrifin af kvenlegum tilburðum karlmanna. Þetta kemur því ekkert við hversu mikill femínisti ég annars er. Karlmenn með skartgripi, litað hár, sem nota snyrtivörur aðrar en þær nauðsynlegustu, kaupa mikið af fötum, sem dansa o.s.frv. þykja mér ekki heillandi. Þar sem ég hef þessa skoðun, er því nokkuð merkilegt að ég hafi endað í landi metrósexualismans. Að vera metró er nýtt og pólitískt réttara orð fyrir það að vera hommalegur. Sænskir karlmenn eru þeir hommalegustu sem um getur. Þeir ganga í nýþröngum buxum svo sér forma fyrir slátrinu, támjóum skóm, í pastellituðum pólóbolum, með pastellita peysu yfir öxlunum, með vatnsgreitt hárið aftur, nota alls kyns smyrsl, ganga með kvenlegar handtöskur, fara í lautarferð með vinum sínum með osta og rauðvín og svo mætti áfram telja.
Það er þó eitt sem brýtur gjörsamlega í bága við þetta kvenlega yfirbragð svenssonana, þeir taka allir í vörina. Jakk!
Ég hef aldrei verið hrifin af kvenlegum tilburðum karlmanna. Þetta kemur því ekkert við hversu mikill femínisti ég annars er. Karlmenn með skartgripi, litað hár, sem nota snyrtivörur aðrar en þær nauðsynlegustu, kaupa mikið af fötum, sem dansa o.s.frv. þykja mér ekki heillandi. Þar sem ég hef þessa skoðun, er því nokkuð merkilegt að ég hafi endað í landi metrósexualismans. Að vera metró er nýtt og pólitískt réttara orð fyrir það að vera hommalegur. Sænskir karlmenn eru þeir hommalegustu sem um getur. Þeir ganga í nýþröngum buxum svo sér forma fyrir slátrinu, támjóum skóm, í pastellituðum pólóbolum, með pastellita peysu yfir öxlunum, með vatnsgreitt hárið aftur, nota alls kyns smyrsl, ganga með kvenlegar handtöskur, fara í lautarferð með vinum sínum með osta og rauðvín og svo mætti áfram telja.
Það er þó eitt sem brýtur gjörsamlega í bága við þetta kvenlega yfirbragð svenssonana, þeir taka allir í vörina. Jakk!
sunnudagur, október 01, 2006
Laugardagsdjamm
Mælti mér mót við Martinu í gær en hún var hér í stórborginni í verslunarleiðangri. Planið var nú bara að hittast og fá okkur kaffibolla en ég rakst óvart inn í fatabúð og festi kaup á rándýrum kjól og þurfti því að sjálfsögðu að nota hann sem fyrst. Gat því platað stelpuna til að gista í Ástarhreiðrinu, en var ein heima um helgina, og við kíktum á lífið. Á myndinni má sjá nýja kjólinn en þessa mynd tók einhver róni sem var að bíða eftir lestinni eins og við. Hann var á tánum og fullur og því geri ég ráð fyrir að hann sé róni. Kannski fordómafullt af mér þar sem ég sjálf labbaði heim á sokkunum eftir tjúttið þeta sama kvöld, enda ekki mjög góð í að vera í hælum heilt kvöld. Var sárþjáð þrátt fyrir að vera útbúin party feet inleggjum. Það er nú meira draslið! Fékk gríðarlega athygli kvenna vegna kjólsins sem vildu ólmar vita hvar ég hefði keypt hann. Karlpeningurinn var ekki jafn spenntur svo það var bara McDonalds og svo heim, ein með Martinu minni. Fínasta kvöld alveg hreint þrátt fyrir það!
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)