þriðjudagur, febrúar 13, 2007

Líf mitt sem auðnuleysingi

Lífið mitt á Akureyri heldur áfram. Enn sem komið er er ég auðnuleysingi sem fer á fætur klukkan 10 á morgnana og horfi á Skjá 1 fram eftir nóttu. Set mér ákveðin verkefni svona til að hafa eitthvað fyrir stafni, svona eins og að fara með bréf í póst, labbitúr með Núma og önnur krefjandi verkefni.
Eins og venjulega þegar ég kem heim frá útlöndum eftir einhvern tíma er ég feitari en venjulega svo þá er tilvalið að einbeita sér að breytingum í þeim efnum. Þar sem ég óverdósaði á ræktinni á sínum tíma get ég ekki hugsað mér að byrja á þeim hryllingi aftur svo ég hef ákveðið að reyna að stunda sund. Nú hvá sjálfsagt margir enda hefur mér ætíð þótt sund afar leiðinleg íþrótt og ekki síst subberíið í kringum hana. Þið vitið, hár og annað ógeð á gólfinu í sturtuklefanum sem og allur vibbinn í lauginni sjálfri. En nú verður tekið á því sko. Fjárfesti í einum Speedo í gær og fór mína fyrstu ferð í Akureyrarlaug með það fyrir augum að synda. Það hefur eflaust ekki gerst síðan í 3ja bekk í MA þegar maður var neyddur til sundsins. Enn þá finnst mér gólfið í sundinu pínu ógeðslegt en ekki eins og áður þó. Varð þó að tipla á tánum þegar ég kom upp úr en þá var sturtukonan ekki nýbúin að moppa. En sundferðin var engu að síður ánægjuleg þó enn sé ég drulluléleg að synda. Við skulum spyrja að leikslokum hvernig þessu átaki mínu mun reiða af.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

mér persónulega finnst það vera hrein unun að synda í Akureyrarsundlaug, elska það! ég fór í sund hérna um daginn í Spanien ef þú mannst eftir henni niðri í bæ en þar voru ca 300 börn og milljón manns að synda og enginn synti eftir neinum "umferðarreglum" eins og maður gerir heima í flestum laugum þannig að þetta var þvílíkt kaos og geðveikur hávaði úfff úff aldrei aftur...svo það fynda að ég sá hóp af heyrnarlausum krökkum bíða í röðinnin eftir "heitapottinum" en maður þarf að bíða á meðan hann hreinsar sig og svo mega bara fimm troðast ofan í hann en hann er geðveikt lítill, allavega þá voru þau fleiri en fimm og voru að rífast á fullu hver ætti að fara fyrstur haha fyndið að sjá það svona "mute".

Nafnlaus sagði...

Taktu bara með þér spritt eða klór og sótthreinsaðu þig eftir sundferðina :)
En smá ábending. Það er yndislegt að fara í sund seinni partinn þegar fáir eru og það er byrjað að rökkva eða orðið dimmt. Það er eitthvað æðislegt við að synda við þessar aðstæður. Og á sumrin er æðislegt að fara á morgnana þegar veðrið er gott en ekki orðið mjög hlýtt úti.

Og þú verður fljót að laga línurnar með því að synda. Garpurinn ég synti 1000 metra á hverjum einasta degi í 2 ár (fyrir utan þá fáu daga sem ekki var opið í sundi)og var í frábæru formi. Hef svo aldrei komið mér í þetta aftur en er alltaf á leiðinni :)