föstudagur, febrúar 09, 2007

Komin heim

Óþreyjufullir aðdáendur geta tekið gleði sína á ný! Hér kemur blogg!
Kom til landsins á föstudaginn en þar sem ég sendi draslið mitt með Samskip þurfti ég að bíða eftir því sem frestaðist sökum tollskoðunar og almennrar skriffinsku. Brunaði milli Samskips og Tollstjórans í Reykjavík með þá pappíra sem krafist er til að fá leyst út það góss sem í pappakössunum mínum var, H&M föt, hælaskór og notaðir kjólar.
Þar sem ég var hlaðin þessu dóteríi var ómögulegt að fara norður með flugi og kom ég því með rútu til Akureyrar í dag. Landið var fagurt sem aldrei fyrr sem sannfærði mig enn frekar um hve rétt og góð ákvörðun það var að koma aftur til Íslands.
Er nú búin að koma mér fyrir í kjallaranum á Austurbyggð 6 og fékk dýrindis kjötsúpu í kvöldmat þannig að ég er sátt og sæl. Enn sem komið er alla vega. Veit ég ei hvað framtíðin ber í skauti sér og hvernig ég ætla að vinna fyrir mér hér í bæ. Fer á stúfana í næstu viku.

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Gott að lesa af þér á ný. Gott að heyra að allt er vel.

Verð að segja þér einar fréttir. Fyrir klukkustund var mér boðið að vera með í DANCE COMPANYi!!! Ég er alveg óð núna að breyða út fréttirnar. YES!!! Ég er tryllt glöð.

Hlakka til að heyra af lífinu á Akureyri. Er að fara til Bath og Stonehenge á morgun. Ætti að vera áhugavert. Þín Solla

Nafnlaus sagði...

Velkomin heim í heiðardalinn. Vonandi finnurðu eitthvað skemmtilegt að gera. Bið að heilsa mömmu þinni :)
Kv. Þorgerður

Nafnlaus sagði...

Ég man ekki hvort ég sendi þér slóðina á bloggið mitt. Þar má fylgjast með því helsta sem á daga mína drífur hérna í Englandi.
Slóðin er www.hottintotti.bloggar.is

Nafnlaus sagði...

sæl elsku kerlingin mín.velkomin heim.ætli við sjáumst eitthvað mikið oftar þó þú sért komin í heiðardalinn.en ég ætla nú bara að tjá mig aðeins um þetta nyja útlit á blogginu þínu.mamama bara áttar sig ekkert á þessu,BLÁTT.hvað er í gangi?hvað heldurðu eiginlega að hann óli vinur minn kommi segji við þessu.nei ég bara spyr?er þetta eitthvað kosningatrix eða hvað?ég hreinlega krefst þess að þú breytir um lit.nei nei bara grín.sjáumst fljótlega.eygló gamla þú veist í grænu blokkinni.

Nafnlaus sagði...

Þetta hljómar rosalega vel :)Vildi að ég væri heima á Ak! Hafðu það gott sætust!! Þú hlýtur að geta fengið einhverja fína vinnu með svona fína menntun ;) Kyss og knús!!