miðvikudagur, febrúar 14, 2007

Karó

Eftir yndislega sundferð sit ég nú á Kaffi Karólínu og sötra kaffi og hangi á netinu. Skrítið að vera hér ein að degi til en ekki umkringd góðum vinum með öl við hönd.
Er orðin nokkuð meðtekin af koffínneyslu svo maður ætti nú kannski ekki að vera skrifa mikið undir slíkum áhrifum.
Enda hef ég svo sem ósköp lítið að segja. Líf mitt er afar ljúft og rólegt þessa dagana þar sem Guiding light er hápunktur dagsins. Talandi um þann gæðaþátt, held ég drífi mig heim til að ná honum. Missti sko af í gær og eins og þið vitið þá er atburðarásin svo gríðar hröð svo ekki má ég missa af meira.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

haha alltaf sami spéfuglinn, láttu mig vita hvað gerist í gæding. Ég fyllist oft spenningi eitt augnablik þegar ég sit yfir námsbókunum (þegar það gerist)og sé að klukkan er að nálgast fimm. Svo hellist raunveruleikin yfir mig aftur og ég man að hér hef ég ekkert leiðarljós. Svo innbyggt er gædingglápið í mig. Nú hef eg enga gæða afsökun til að taka pásu kl 5 :(

Er annars rosa glöð að heyra að þú ert komin í sundmannahópinn, ég hataðist nú lengi við sund (aðalega samt vegna þess að ég var alltaf lélegust í bekknum) en nú er ég húkkt, sakna sundlauganna í alvöru mest af öllu hér í London. Ætlaði bara koma með þá ábendingu að ég hef séð gamlar konu vappa um sundlauga bakkan í einhverslags sundsandölum, Held þeir gætu verið þér gagnlegir og lyft sundferðunum á enn hærra stig, ef þú getur ekki orðið þér út um slíkt, þá gera flip flops sama gagn í að hefja þig yfir subbiðeríið svokallaða!

Nafnlaus sagði...

damn, ég verð að koma mér inn í gæding þegar ég kem heim í næstu viku;) sammála sólrúnu annars með sundsandalana..engin spurning að það er góð fjárfesting:)

Anna Þorbjörg sagði...

takk stelpur en held að rokið sem er hér yfirleitt geri það frekar erfitt að notast við sandala. Ímyndið ykkur mig hlaupa um sundlaugarbakkana á sundbol eltandi fjúkandi töfflurnar. Frekar vandræðalegt eða hvað???

Nafnlaus sagði...

hahahaha ég er viss um að það yrði mjög svo þokkafullt hlaup, þú á eftir sandölunum;)