Stressistress!!! Ætti á þessari stundu að vera á leið út á Arlanda. En samkvæmt heimasíðu Icelandair er fluginu frestað um tæpa 4 tíma. Rétt að vona að maður geti treyst þessari síðu. Fólkið á Arlanda hefur ekkert heyrt um þessa seinkun.
En sem sé allt í fokki sem er ekki til að peppa upp jólaskapið. Ef ég myndi trúa á guð myndi ég leggjast á bæn. Hvað getum við trúlausa liðið gert til að róa taugarnar? Snúa okkur til Bakkusar eða hvað. Er farin að naga á mér handarbökin.
Sjáumst vonandi bráðum
laugardagur, desember 23, 2006
föstudagur, desember 22, 2006
Jól jól
Heim á morgun. Ef ekki verður enn brjálað veður. Eins gott að ég komist til Akureyrar á aðfangadag. Annars verð ég þunglynd langt fram á næsta ár.
Var að pakka og hlustaði á meðan á íslenskt jólaútvarp á netinu svona til að koma mér í gírinn. Finnst einhvern veginn ekkert vera jól. En djöful eru til mörg leiðinleg jólalög. T.d. þetta strumpadrasl. Þá er ég að tala um nýja strumpadótið ekki jólakasettuna með strumpunum sem var til þegar ég var lítil fyrir tja, eins og tveimur áratugum síðan (ó mæ). Samt alltaf ákveðin stemning í því að heyra Svölu Björgvins syngja "ég hlakka svo til" og jafnvel Ladda syngja "snjókorn falla". Myndi aldrei fyrir mitt litla líf hlusta á slíka tónlist ef ekki væri textinn um jól. Skrítið!
Ekki var miklu pakkað niður hjá mér nema jólagjöfum. Annað hvort verð ég að vera í sömu fötunum öll jólin eða leita á náðir Dagnýjar litlu. Tók bara með mér kjóla og hælaskó og svo einar tvennar gallabuxur því sökum þess augljósa passa ég eigi í buxur löngu og mjóu systur minnar. Nema hún sé orðin feit. Hvað veit maður, það getur margt gerst á þeim 4 mánuðum sem við höfum ekki sést.
Vonandi sé ég sem flest ykkar sem þetta lesa næstu dagana. Danmerkur liðið mun ég því miður ekki sjá (þakka þó gott boð Maja mín) svo ég óska þeim gleðilegra jóla. Ykkur hin smelli ég á kossi þegar við sjáumst.
Gleðileg jól!
Var að pakka og hlustaði á meðan á íslenskt jólaútvarp á netinu svona til að koma mér í gírinn. Finnst einhvern veginn ekkert vera jól. En djöful eru til mörg leiðinleg jólalög. T.d. þetta strumpadrasl. Þá er ég að tala um nýja strumpadótið ekki jólakasettuna með strumpunum sem var til þegar ég var lítil fyrir tja, eins og tveimur áratugum síðan (ó mæ). Samt alltaf ákveðin stemning í því að heyra Svölu Björgvins syngja "ég hlakka svo til" og jafnvel Ladda syngja "snjókorn falla". Myndi aldrei fyrir mitt litla líf hlusta á slíka tónlist ef ekki væri textinn um jól. Skrítið!
Ekki var miklu pakkað niður hjá mér nema jólagjöfum. Annað hvort verð ég að vera í sömu fötunum öll jólin eða leita á náðir Dagnýjar litlu. Tók bara með mér kjóla og hælaskó og svo einar tvennar gallabuxur því sökum þess augljósa passa ég eigi í buxur löngu og mjóu systur minnar. Nema hún sé orðin feit. Hvað veit maður, það getur margt gerst á þeim 4 mánuðum sem við höfum ekki sést.
Vonandi sé ég sem flest ykkar sem þetta lesa næstu dagana. Danmerkur liðið mun ég því miður ekki sjá (þakka þó gott boð Maja mín) svo ég óska þeim gleðilegra jóla. Ykkur hin smelli ég á kossi þegar við sjáumst.
Gleðileg jól!
miðvikudagur, desember 20, 2006
Vinna
Eins gott að það eru að koma jól. Vinnan mín er ógeð þessa dagana. Er búin að þurfa að vinna yfirvinnu alla dagana í þessari viku og þarf það pottþétt á morgun og föstudag líka. Það að vinna í bransa sem þrífst á neysluhyggju fólks er strembið í kringum hátíð ljóss og friðar, a.k.a. græðgi og eyðslu. Ekki bætti það svo ástandið að ein samstarfskona mín hringdi sig inn veika í dag þar sem hún er með hálsbólgu og stefnir heldur ekki á að koma á morgun. Ég er svo yfir mig hneiksluð að ég á ekki orð. Ef maður skráir sig veikann í vinnu þegar brjálað er að gera þarf að hafa betri afsökun en að vera með hálsbólgu. Á mínu heimili var maður ekki veikur nema maður væri með hita. Viðurkenni það að það gat verið pirrandi á tíðum en er samt þakklát í dag að hafa ekki verið látin komast upp með slíkan aumingjaskap. Þess skal geta að þessi kona byrjaði að vinna fyrir 2 mánuðum og hefur verið 3x heima vegna veikinda. Og svo er hún líka leiðinleg, en það er önnur saga!
Heim eftir 3 daga, eiginlega bara 2.
Heim eftir 3 daga, eiginlega bara 2.
mánudagur, desember 18, 2006
Bráðum koma blessuð jólin
Nú er loksins orðið kallt og hægt að fatta að það sé kominn desember og þ.a.l. bráðum jól. Held satt að segja að í dag sé fyrsti dagurinn á þessum vetri þar sem hitastig fer undir frostmark. Þori samt ekki að fara með það. En það hefur alla vega verið hér sannkallað vorveður í langan tíma. Enginn er þó snjórinn og honum eiga Svíar ekki að eiga von á fyrir þessi jól. Bind miklar vonir við að fá snjó þegar til Akureyrinnar verður komið á aðfangadag.
Um helgina fór ég á jólarölt í bænum. Ætlaði mér að eiga huggulega stund, ein með sjálfri mér, rölta í bænum, kaupa einhverjar gjafir, fara á kaffihús og lesa og svo átti ég stefnumót við Martinu, fyrrum bekkjarsystur, um eftirmiðdaginn. Þegar í bæinn var komið rann góða skapið fljótt af mér því þvílík var mannmergðin og troðningurinn og stressið. Er ekki hrifin af mörgu fólki samankomnu og hröklaðist því heim eftir stutta stund og þurfti svo að gera mér aðra ferð í bæinn til að hitta Martinu. Þegar ég reyndi að olnboga mig í gegnum mannhafið á laugardaginn varð mér hugsað með hlýju til tómrar göngugötunnar á Akureyri, þar sem maður hefur heila götu, bara fyrir sig!
Um helgina fór ég á jólarölt í bænum. Ætlaði mér að eiga huggulega stund, ein með sjálfri mér, rölta í bænum, kaupa einhverjar gjafir, fara á kaffihús og lesa og svo átti ég stefnumót við Martinu, fyrrum bekkjarsystur, um eftirmiðdaginn. Þegar í bæinn var komið rann góða skapið fljótt af mér því þvílík var mannmergðin og troðningurinn og stressið. Er ekki hrifin af mörgu fólki samankomnu og hröklaðist því heim eftir stutta stund og þurfti svo að gera mér aðra ferð í bæinn til að hitta Martinu. Þegar ég reyndi að olnboga mig í gegnum mannhafið á laugardaginn varð mér hugsað með hlýju til tómrar göngugötunnar á Akureyri, þar sem maður hefur heila götu, bara fyrir sig!
sunnudagur, desember 17, 2006
http://peekvid.com/
Hef sko ekki tíma til að blogga þessa dagana. Komst á snoðir um guðdómlega síðu fyrir okkur sjónvarpsfíklana sem hafa bara 4 ömurlegar sjónvarpsstöðvar að velja á milli. Á þessari síðu er hægt að glápa á gæða unglinga- og raunveruleikaþætti sem og bíómyndir og annað góðgæti. Ekki er hér um niðurhal að ræða svo þetta ætti að vera nokkuð seif. Fyrir ykkur sem vantar eitthvað til að glápa á, tékkið á þessu;
http://peekvid.com/
Góða skemmtun!
Er farin að horfa á American Next Top Model
http://peekvid.com/
Góða skemmtun!
Er farin að horfa á American Next Top Model
föstudagur, desember 15, 2006
Föstudagskvöld
Ég keypti mér kápu í gær. Var búið að langa í hana í meira en mánuð og ákvað að láta það eftir mér þar sem ég verð ekki fátækur námsmaður eftir áramót eins og ég var búin að reikna með, heldur vinnandi kona með fullar hendur fjár (svona í samanburði alla vega). Svona ykkur að segja þá er þessi kápa 3ja rauða kápan mín. Athuga skal að ég á engan svartan jakka t.d. Er farin að átta mig á því að ég er ekki mjög praktísk í fatakaupum. Á bara rauðar kápur, kjóla og hælaskó í fataskápnum þessa dagana. Kannski ekki skrítið að mér þyki erfitt að finna föt til að fara í vinnuna í. Held ég þurfi að fara endurskoða verslunarmynstur mitt.
Annars rólegt föstudagskvöld í Stokkhólmi í kvöld. Búin að horfa á eina rómantíska gamanmynd, éta pítsu, borða súkkulaði og blogga um bull. Afar afkastamikið kvöld.
Er hálfdofin eftir þessa vinnuviku, allt að verða vitlaust á skrifstofunni. Jólin er að koma og fólk tjúll að hringja í okkur og spyrja hvar í helvede DVD spilararnir þeirra séu eiginlega. Bara vika eftir af þessari geðveiki, en fólkið hlýtur að verða enn trylltara í næstu viku, svona á síðasta séns. Og svo kem ég heim og þá verður allt gott.
Annars rólegt föstudagskvöld í Stokkhólmi í kvöld. Búin að horfa á eina rómantíska gamanmynd, éta pítsu, borða súkkulaði og blogga um bull. Afar afkastamikið kvöld.
Er hálfdofin eftir þessa vinnuviku, allt að verða vitlaust á skrifstofunni. Jólin er að koma og fólk tjúll að hringja í okkur og spyrja hvar í helvede DVD spilararnir þeirra séu eiginlega. Bara vika eftir af þessari geðveiki, en fólkið hlýtur að verða enn trylltara í næstu viku, svona á síðasta séns. Og svo kem ég heim og þá verður allt gott.
miðvikudagur, desember 13, 2006
Gleðilega Lúsíu allaihopa
Það er meira hvað Svíar eru sjúkir í þennan Lúsíudag sinn. Hér er til sérstakt brauð sem etið er á þessum degi og ég smakkaði í fyrsta sinn í dag og má sjá hér til hliðar. Í morgun kom nefnilega svokölluð Lúsíulest á skrifstofuna okkar en hún samanstóð af barnakór í hvítum serkjum með kerti í hönd og eitt stykki Lúsíu með fullt af kertum á hausnum sem löbbuðu um og sungu. Svo fengu sér allir jólaglögg, lussekatt (sjá til hliðar) og piparkökur. Huggó!
Ég fór svo með Lauru vinkonu minni á Lúsíutónleika eftir vinnu. Á tónleikunum sungu nokkrir kórar þar á meðal barnakór sem var uppáklæddur í þessa hvítu kufla og með kerti. Alvörukerti. Og Lúsían með þau á hausnum. Þeir sem fara á Lúsíutónleika á Íslandi vita að slíkur glæfraskapur er bannaður. Þar er lúsían með rafmagnskerti á hausnum og þar er hún fullorðin kona. En Svíarnir sem eru nú þekktir fyrir allt annað en að sýna óvargætni troða kertum á litlu börnum alveg án þess að blikna. Reyndar var á öðrum hvorum bekk manneskja með vatnsfötu, tilbúin ef Lúsían myndi allt í einu standa í ljósum logum. Allt gekk þó að óskum þó að hár Lúsíunnar hafi verið útbýað í kertavaxi, en ætli það sé ekki skárra en ef það hefði fuðrað upp.
Loksins kom jólaandinn yfir mig með öllum þessu umstangi. Jibbí, kem heim eftir 1 1/2 viku :)
Ég fór svo með Lauru vinkonu minni á Lúsíutónleika eftir vinnu. Á tónleikunum sungu nokkrir kórar þar á meðal barnakór sem var uppáklæddur í þessa hvítu kufla og með kerti. Alvörukerti. Og Lúsían með þau á hausnum. Þeir sem fara á Lúsíutónleika á Íslandi vita að slíkur glæfraskapur er bannaður. Þar er lúsían með rafmagnskerti á hausnum og þar er hún fullorðin kona. En Svíarnir sem eru nú þekktir fyrir allt annað en að sýna óvargætni troða kertum á litlu börnum alveg án þess að blikna. Reyndar var á öðrum hvorum bekk manneskja með vatnsfötu, tilbúin ef Lúsían myndi allt í einu standa í ljósum logum. Allt gekk þó að óskum þó að hár Lúsíunnar hafi verið útbýað í kertavaxi, en ætli það sé ekki skárra en ef það hefði fuðrað upp.
Loksins kom jólaandinn yfir mig með öllum þessu umstangi. Jibbí, kem heim eftir 1 1/2 viku :)
þriðjudagur, desember 12, 2006
Útsala útsala
Það getur verið skemmtilegt að vinna hjá raftækjafyrirtæki. T.d. í dag þegar starfsmönnum var boðið til jólaútsölu. Þar voru t.d. allir gemsar á 150 sænskar og hægt að fá DVD spilara á 200 kall o.s.frv. Keypti mér þennan litla sæta síma sem má sjá hér til hliðar. Hef því lagt mínum annars ágæta Nokia síma í bili. Varð fyrir miklu aðkasti að vera með síma keppinautarins svo það var tími til kominn að falla í hópinn með Samsung síma.
Frekar er samt alltaf fyndið þegar fólk fær einhvers konar tryllingsglampa í augun í svona útsöludæmi. Fólkið í kringum mig sankaði að sér alls kyns tækjum sem það hefur eflaust engin not fyrir, bara af því að þau voru svo ódýr. Fékk sjálf snert af slíkum tryllingi en gat þó setið á mér því lítil not hef ég fyrir t.d. þvottavél og flatsjónvarp þó ódýr séu.
Frekar er samt alltaf fyndið þegar fólk fær einhvers konar tryllingsglampa í augun í svona útsöludæmi. Fólkið í kringum mig sankaði að sér alls kyns tækjum sem það hefur eflaust engin not fyrir, bara af því að þau voru svo ódýr. Fékk sjálf snert af slíkum tryllingi en gat þó setið á mér því lítil not hef ég fyrir t.d. þvottavél og flatsjónvarp þó ódýr séu.
mánudagur, desember 11, 2006
Anna Ahmadinejad?
Litlu jólin
Jæja, þá ætti maður að segja aðeins frá "litlu jólunum" okkar. Hér að ofan má sjá samstarfskonu mína hana Claudiu við skrifborðið sitt rétt áður en við lögðum í hann. Svona svo þið sjáið hvar ég vinn alla daga. Við fórum svo með rútu í svona sumarbústaðahverfi og var okkur deilt niður 4 og 4 í einn bústað. Sem sé nóg pláss.
Hér er hún Teres fyrir utan bústaðinn okkar. Um daginn var svo einhvers konar ráðstefna. Frekar fúlt að sitja í nokkra klukkutíma og hlusta á raus um hver frábært fyrirtæki Samsung er. Síðan var okkur skipt í 13 lið og hvert okkar fékk það verkefni að búa til Samsung sjónvarps auglýsingu. Af einhverjum ástæðum var ég fengin til að leika stórt hlutverk sem hot blondína, fékk sko voða fína hárkollu. Seint mun ég teljast hæfileikarík leikkona, því ég gat varla stunið út úr mér einu "thank you" (mín eina setning) án þess að roðna og blána. Þetta var svo allt saman klippt til og sýnt um kvöldið og fengum við svo disk með öllum auglýsingunum til að eiga. Get sýnt ykkur þetta þegar ég kem heim ef áhugi er fyrir hendi! Þetta var sem sé sprellið, þannig að ekkert flíspeysuhúllumhæ átti sér stað. Hjúkk!
Hér má svo sjá 2 samstarfskonur mínar sem deildu með mér bústað, áður en við lögðum af stað í 3ja rétta máltíðina sem okkur var boðið upp á. Sat þar með 2 Dönum, Finna og Svía sem voru misskemmtilegir!
Síðan var tilkynnt hver væri starfsmaður ársins en það var nú einmitt yfirmaður minnar deildar og fékk hún fullt af peningum fyrir það!
Svo var djammað og djúsað fram á nótt og ég auðvitað ekki sú fyrsta til að fara að sofa. En tekið skal þó einnig fram að ég var heldur ekki sú síðasta. Ég tók nú engar djamm myndir sem er kannski eins gott því þær vilja oft vera frekar sjúskí.
Eins og einhverjir vita þá vinn ég með pantanir til Danmerkur og hef mikil samskipti við dönsku starfsmenn Samsung sem vinna í Kaupmannahöfn. Svona aðeins til að monta mig, þá komu 3 þessara dönsku starfsmanna til yfirmanns míns (Åsa Jansson, sjá ofan!) og sögðu henni hvað ég væri dugleg og gerði allt fljótt og vel! Nú er búið að vera að leita að nýjum starfsmanni frá byrjun febrúar, þegar minn samningur rennur út, sem talar reiprennandi dönsku (ekki bara svona skandinavísku eins og ég). En eftir að Åsa hefði heyrt hvað baunarnir eru ánægðir með mig, kom hún til mín og sagði að hún vildi endilega hafa mig áfram sem og danska gengið. Við höfðum sem sé smá óformlegan fund aðfaranótt laugardags! (Er samt búin að tala við hana í dag um þetta svo þetta var ekki bara sagt í ölæði!) Ég var auðvitað svo upp með mér að ég þáði það og eru því plön um sænskunám á vorönn farin fyrir bí og ég mun halda áfram hjá Samsung alla vega fram á næsta haust. Það hefði auðvitað verið gaman að fara í skóla að dútla sér í sænsku en ég er ekki að nenna að vera fátæk aftur og þurfa að horfa á eftir hverri einustu krónu og ekki vilja bæta á það námslánafjall sem ég þegar hef komið mér upp.
Ég verð sem sé áfram stjórnmálafræðingur að vinna hjá raftækjafyrirtæki...hmmm
Hér er hún Teres fyrir utan bústaðinn okkar. Um daginn var svo einhvers konar ráðstefna. Frekar fúlt að sitja í nokkra klukkutíma og hlusta á raus um hver frábært fyrirtæki Samsung er. Síðan var okkur skipt í 13 lið og hvert okkar fékk það verkefni að búa til Samsung sjónvarps auglýsingu. Af einhverjum ástæðum var ég fengin til að leika stórt hlutverk sem hot blondína, fékk sko voða fína hárkollu. Seint mun ég teljast hæfileikarík leikkona, því ég gat varla stunið út úr mér einu "thank you" (mín eina setning) án þess að roðna og blána. Þetta var svo allt saman klippt til og sýnt um kvöldið og fengum við svo disk með öllum auglýsingunum til að eiga. Get sýnt ykkur þetta þegar ég kem heim ef áhugi er fyrir hendi! Þetta var sem sé sprellið, þannig að ekkert flíspeysuhúllumhæ átti sér stað. Hjúkk!
Hér má svo sjá 2 samstarfskonur mínar sem deildu með mér bústað, áður en við lögðum af stað í 3ja rétta máltíðina sem okkur var boðið upp á. Sat þar með 2 Dönum, Finna og Svía sem voru misskemmtilegir!
Síðan var tilkynnt hver væri starfsmaður ársins en það var nú einmitt yfirmaður minnar deildar og fékk hún fullt af peningum fyrir það!
Svo var djammað og djúsað fram á nótt og ég auðvitað ekki sú fyrsta til að fara að sofa. En tekið skal þó einnig fram að ég var heldur ekki sú síðasta. Ég tók nú engar djamm myndir sem er kannski eins gott því þær vilja oft vera frekar sjúskí.
Eins og einhverjir vita þá vinn ég með pantanir til Danmerkur og hef mikil samskipti við dönsku starfsmenn Samsung sem vinna í Kaupmannahöfn. Svona aðeins til að monta mig, þá komu 3 þessara dönsku starfsmanna til yfirmanns míns (Åsa Jansson, sjá ofan!) og sögðu henni hvað ég væri dugleg og gerði allt fljótt og vel! Nú er búið að vera að leita að nýjum starfsmanni frá byrjun febrúar, þegar minn samningur rennur út, sem talar reiprennandi dönsku (ekki bara svona skandinavísku eins og ég). En eftir að Åsa hefði heyrt hvað baunarnir eru ánægðir með mig, kom hún til mín og sagði að hún vildi endilega hafa mig áfram sem og danska gengið. Við höfðum sem sé smá óformlegan fund aðfaranótt laugardags! (Er samt búin að tala við hana í dag um þetta svo þetta var ekki bara sagt í ölæði!) Ég var auðvitað svo upp með mér að ég þáði það og eru því plön um sænskunám á vorönn farin fyrir bí og ég mun halda áfram hjá Samsung alla vega fram á næsta haust. Það hefði auðvitað verið gaman að fara í skóla að dútla sér í sænsku en ég er ekki að nenna að vera fátæk aftur og þurfa að horfa á eftir hverri einustu krónu og ekki vilja bæta á það námslánafjall sem ég þegar hef komið mér upp.
Ég verð sem sé áfram stjórnmálafræðingur að vinna hjá raftækjafyrirtæki...hmmm
fimmtudagur, desember 07, 2006
Flís
Við fengum í dag flíspeysur í vinnunni. Já, hvert einasta okkar fékk sína flíspeysuna sem merkt er Samsung og er ætlast til þess að við verðum í þeim á morgun þegar við sprellum eitthvað utandyra á morgun áður en jólapartýið hefst um kvöldið. Held satt að segja að þetta sé mín fyrsta flíspeysa. Get ekki að því gert en mér finnst þetta algjör peningasóun. Mig langar ekkert til að vera í svartri flíspeysu merktri Samsung. Hefði ég nú bara heldur viljað peninginn...
Tengi einhvern veginn flíspeysur mikið við Bónus og Rúmfatalagerinn á Akureyri. Mér finnst nefnilega allar þreyttar húsmæður sem stunda mikið þessa staði, klæðast slíkum flíkum. Fordómar; ef til vill, en alla vega finnst mér ég ekki vera flíspeysutýpan. Djöful finnst mér samt eitthvað skondin hugmynd að ímynda mér alla jakkafataplebbana sem vinna með mér, í þessum skemmtilegu flíkum á morgun. Þegar ég hugsa þetta þannig, þá var þetta kannski góð hugmynd að troða þessu upp á okkur! Reyni að fanga þetta á mynd og birta hér síðar.
Tengi einhvern veginn flíspeysur mikið við Bónus og Rúmfatalagerinn á Akureyri. Mér finnst nefnilega allar þreyttar húsmæður sem stunda mikið þessa staði, klæðast slíkum flíkum. Fordómar; ef til vill, en alla vega finnst mér ég ekki vera flíspeysutýpan. Djöful finnst mér samt eitthvað skondin hugmynd að ímynda mér alla jakkafataplebbana sem vinna með mér, í þessum skemmtilegu flíkum á morgun. Þegar ég hugsa þetta þannig, þá var þetta kannski góð hugmynd að troða þessu upp á okkur! Reyni að fanga þetta á mynd og birta hér síðar.
miðvikudagur, desember 06, 2006
Sjónvarp
Þegar ég minntist í það í síðusti færslu að ég nennti ekki að skammast mín fyrir að horfa á raunveruleikasjónvarpsþætti rifjaðist svolítið fyrir mér sem ég hef oft pirrað mig yfir. Oft er í blöðum spurt hvað fólk horfi helst á í sjónvarpi. Nánast undantekningalaust er svarið eitthvað á þessa leið: Nei, ég horfi nú eiginlega aldrei á sjónvarpið nema auðvitað á fréttir og svo á heimildarmyndir.
Ef þetta væri rétt, fyrir hvern er þá verið að framleiða og sýna allt hitt sjónvarpsefnið. Er það bara fyrir mig eða? Ef ég væri spurð myndi ég sko segja sannleikann. Ég myndi segja: Ég horfi aðallega á Leiðarljós, O.C. og The Swan og aðeins á fréttir og heimildarmyndir þegar ég hef ekkert annað að gera.
Ef þetta væri rétt, fyrir hvern er þá verið að framleiða og sýna allt hitt sjónvarpsefnið. Er það bara fyrir mig eða? Ef ég væri spurð myndi ég sko segja sannleikann. Ég myndi segja: Ég horfi aðallega á Leiðarljós, O.C. og The Swan og aðeins á fréttir og heimildarmyndir þegar ég hef ekkert annað að gera.
Bóndi leitar kvonfangs
Síðustu árin hafa raunveruleikaþættir verið nær það eina sem sýnt er í sjónvarpinu. Ég er ein þeirra sem festist auðveldlega fyrir framan slíkt efni. Ég nenni ekkert að þykjast skammast mín fyrir það eins og allir aðrir, mér þykir þetta stórskemmtilegt sjónvarpsefni. Reyndar svolítið vandræðalegt oft á tíðum en það gerir þetta bara betra. Var nú að horfa á þann stórkostlega þátt, "Bonde söker fru", eða bóndi leitar sér kvonfangs. Þar eru 4 sænskir einhleypir bændur sem fá nokkrar kvennsur sem flytja inn til þeirra og þeir svo vinsa úr og enda svo með eina upp á arminn. Hér til hliðar má sjá einn þessara bænda. Sem sé ekki mjög hott gaurar.
Það væri afskaplega skemmtilegt að fá íslenska útgáfu af þessum þætti, gæti alla vega ekki orðið verra heldur en Bachelorinn.
Það væri afskaplega skemmtilegt að fá íslenska útgáfu af þessum þætti, gæti alla vega ekki orðið verra heldur en Bachelorinn.
þriðjudagur, desember 05, 2006
Fyrsta jólagjöfin
Ég fékk snemmbúna jólagjöf í dag frá vinnunni. Við erum 3 í minni deild sem erum ekki fastráðnar heldur ráðnar í gegnum einhvers konar ráðningarstofu sem Samsung borgar og þau síðan borga okkur. Allavega, við fengum smátterí í dag svona til að bæta fyrir það að á föstudaginn munu allir fastráðnu starfsmenn Samsung fá jólagjöf en ekki við. Við fengum 300 kr (sænskar athugið) inneign í NK sem er svona fíneríis vöruhús með merkjavörum þar sem hún nafna mín Lindh var stungin til bana um árið. Ég versla alrei þar þar sem allt er sjúklega dýrt. Ef ég verð heppin get ég keypt mér kremdollu fyrir nótuna. Nú hljóma ég eflaust agalega vanþakklát en ég var í alvöru voðalega glöð fyrst. Svo þegar fólk fór að tala um jólagjafir síðustu ára; gsm síma, mp3 spilara (þ.e. vasadiskó), heimabíó og sjónvörp, fór ég að verða abbó. Þannig að þegar allir fá risa pakka á föstudaginn verður skítt að hafa bara fengið einhverja inneignarnótu. Fúlt :(
Sorgleg stadreynd
Samkvaemt mbl.is: 2% ríkustu manna heims eiga helming allra eigna á jördinni.
Hvad er ad í thessum heimi mér er spurn???
Hvad er ad í thessum heimi mér er spurn???
mánudagur, desember 04, 2006
Vasadiskó
Oft stærum við Íslendingar okkur af því hvað við erum góð í því að finna upp nýyrði. Við fussum yfir því að nágrannaþjóðir okkar taki upp ensk orð og aðlagi að sínum framburði. Svo sem allt gott um það að segja að finna upp ný orð. En mér hefur alltaf þótt eitt íslenskt nýyrði sérlega vel heppnað. Þetta orð er því miður að tapast úr íslenskri tungu sökum hraðrar tækniþróunar sem hefur gert apparatið sem orðið er yfir, úrelt. Þetta er orðið "vasadiskó". Þetta orð nær fullkomlega að útskýra þetta litla tæki og mun betur en t.d. enska orðið walkman sem er bara púkó, þar sem þetta er sko enginn göngumaður. Í dag nota fáir vasadiskó. Allir eiga mp3 spilara eða i-pod. Hversu ömurleg eru þessi orð? Mig langar að vasadiskó lifi áfram sem orð og mæli því með að fólk byrji að kalla öll tæki sem það ber á sér og spila tónlist þessu nafni. Vasadiskó á í raun mun betur við i-pod en gamla kasettuhlunkinn. Aldrei kom ég mínu ágæta vasadiskói t.d. í vasann en i-podinn rúmast hins vegar vel þar. Svo er líka miklu meira diskó í þessum nýju tækjum eða hvað?
Allir að byrja á þessu með mér...einn, tveir og....
Allir að byrja á þessu með mér...einn, tveir og....
Vinnublogg
Er i vinnunni en er svo sjuklega löt eitthvad ad eg nenni ekki ad vinna. Samstarfskona min er veik svo thad er svo sem nog ad gera en er einhvern veginn ekki ad nenna thessu.
Veit svo sem ekkert heldur hvad eg get skrifad hingad skemmtilegt. Hmmm. Já, kannski thad ad a föstudaginn er jolafagnadur Samsung. Vid förum hedan med rutu klukkan 10 um morguninn og eigum ad taka med okkur utivistarföt. Vid vitum ekkert hvad vid erum ad fara ad gera. Svo um kvöldid er einhver svakalegur kvöldverdur og glaumur og gledi fram a nott. Vid munum svo gista einhvers stadar, vid vitum heldur ekki hvar thad verdur. Liklega a einhverju hoteli, varla i einhverjum ithrottasal eins og thegar madur for i skolaferdalög i gamla daga. Thetta verda um 160 manns sem taka thatt i thessu og their sem vinna hja Samsung a hinum Nordurlöndunum koma lika. Verdur fyndid ad hitta Danina i personu sem madur talar vid i sima a hverjum degi. En thad er greinilegt ad Samsung er ekki ad fara a hausinn fyrst thad hefur efni a ad bjoda upp a svona fineri. Thannig ad ef eg aetti einhvern pening myndi eg kaupa hlutabref i thessu fyrirtaeki. Eda nei, kannski ekki, er ekki alveg thessi hlutabrefatypa. Vaeri eflaust med magasar af ahyggjum ad taka thatt i svona lotterii.
En nu er eg bara farin ad bulla svo eg haetti og fer ad vinna.
Veit svo sem ekkert heldur hvad eg get skrifad hingad skemmtilegt. Hmmm. Já, kannski thad ad a föstudaginn er jolafagnadur Samsung. Vid förum hedan med rutu klukkan 10 um morguninn og eigum ad taka med okkur utivistarföt. Vid vitum ekkert hvad vid erum ad fara ad gera. Svo um kvöldid er einhver svakalegur kvöldverdur og glaumur og gledi fram a nott. Vid munum svo gista einhvers stadar, vid vitum heldur ekki hvar thad verdur. Liklega a einhverju hoteli, varla i einhverjum ithrottasal eins og thegar madur for i skolaferdalög i gamla daga. Thetta verda um 160 manns sem taka thatt i thessu og their sem vinna hja Samsung a hinum Nordurlöndunum koma lika. Verdur fyndid ad hitta Danina i personu sem madur talar vid i sima a hverjum degi. En thad er greinilegt ad Samsung er ekki ad fara a hausinn fyrst thad hefur efni a ad bjoda upp a svona fineri. Thannig ad ef eg aetti einhvern pening myndi eg kaupa hlutabref i thessu fyrirtaeki. Eda nei, kannski ekki, er ekki alveg thessi hlutabrefatypa. Vaeri eflaust med magasar af ahyggjum ad taka thatt i svona lotterii.
En nu er eg bara farin ad bulla svo eg haetti og fer ad vinna.
laugardagur, desember 02, 2006
Kemur kannski engum á óvart...
You Are 8% Capitalist, 92% Socialist |
You see a lot of injustice in the world, and you'd like to see it fixed. As far as you're concerned, all the wrong people have the power. You're strongly in favor of the redistribution of wealth - and more protection for the average person. |
Sofo
Þó ég sé búin að búa hér í Stokkhólmi í rúma 3 mánuði finnst mér ég samt þekkja borgina afar takmarkað. Ákvað því í dag að fara á nýjar slóðir. Tók lestina til Södermalm og rölti um hið svokallaða Sofo hverfi. Ó, hvað það væri gaman að eiga fullt fullt af peningum og kaupa allt það fallega dóterí sem ég fann þar. Skil ekkert í mér að hafa ekki farið þarna áður. Fann t.d. dásamlega second hand búð með svo mikið að kjólum að ég átti erfitt með að missa mig ekki í kaupæði. Náði einhvern veginn að hemja mig og keypti bara einn kjól. Svo er í þessu sama hverfi mun huggulegri kaffihús en annars staðar í Stokkhólmi. Langar að flytja þangað og fara á kaffihús á hverjum degi. Södermalm er greinilega staðurinn til að búa til að vera kúl. Ég er ekkert spes kúl að búa í Kungsholmen. Okkar hverfi er aðal hverfi einhleypinga í Stokkhólmi og þar sem Stokkhólmur er mesta einhleypingaborg í heimi bý ég í heimsins mest einhleypingahverfi. Gaman að því, þá þarf maður ekki að vera að horfa upp á hamingjusöm kærustupör daginn út og inn.
Plan kvöldsins er að hangsa heima og glápa á sjónvarpið og éta einhverja óhollustu. Ekki er þó beisin sjónvarpsdagskrá fyrir kvöldið, ekki einu sinni Disneymynd sem RÚV býður áhorfendum sínum upp á hverja helgi. Við erum bara með 4 stöðvar; 2 ríkisstöðvar, TV4 og svo finnska stöð sem sýnir bara finnsk efni. Af þessum þrem sem ég get mögulega horft á er engin bíómynd í kvöld. Það mest spennandi sem boðið er upp á er heimildarmynd um Kastró. Finnst eitthvað glatað að horfa á fræðsluefni á laugardagskvöldi á meðan flestir eru fullir á barnum.
Plan kvöldsins er að hangsa heima og glápa á sjónvarpið og éta einhverja óhollustu. Ekki er þó beisin sjónvarpsdagskrá fyrir kvöldið, ekki einu sinni Disneymynd sem RÚV býður áhorfendum sínum upp á hverja helgi. Við erum bara með 4 stöðvar; 2 ríkisstöðvar, TV4 og svo finnska stöð sem sýnir bara finnsk efni. Af þessum þrem sem ég get mögulega horft á er engin bíómynd í kvöld. Það mest spennandi sem boðið er upp á er heimildarmynd um Kastró. Finnst eitthvað glatað að horfa á fræðsluefni á laugardagskvöldi á meðan flestir eru fullir á barnum.
föstudagur, desember 01, 2006
1. desember
Ég vildi óska foreldrum mínum til hamingju með 27 ára brúðkaupsafmælið sitt sem er í dag. Þennan sama dag var einnig troðið á mig nafninu mínu með vígðu vatni og fíneríi. Svo fékk Ísland líka fullveldi þennan dag.
Merkisdagur alveg hreint
Annars er komin helgi sem er vel. Er orðin afskaplega morgungeðvond í myrkrinu að vakna klukkan hálf 7. Á slíkum morgnum þegar geðvondskan er í hámarki vildi ég óska þess að ég byggi ein. Það að þurfa að hafa samskipti við fólk fyrsta hálftímann eftir vöknun er hreinlega mannréttindabrot. Sér í lagi fólk sem maður þekkir ekki það vel að maður getur verið dónalegur við. Eins og ég er við pabba greyið þegar hann er að reyna að vera með eitthvað sprell á morgnana í Austurbyggðinni.
Þannig að á morgun verður sofið þar til birtir.
Merkisdagur alveg hreint
Annars er komin helgi sem er vel. Er orðin afskaplega morgungeðvond í myrkrinu að vakna klukkan hálf 7. Á slíkum morgnum þegar geðvondskan er í hámarki vildi ég óska þess að ég byggi ein. Það að þurfa að hafa samskipti við fólk fyrsta hálftímann eftir vöknun er hreinlega mannréttindabrot. Sér í lagi fólk sem maður þekkir ekki það vel að maður getur verið dónalegur við. Eins og ég er við pabba greyið þegar hann er að reyna að vera með eitthvað sprell á morgnana í Austurbyggðinni.
Þannig að á morgun verður sofið þar til birtir.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)