Fór annars á tónleika með hinum færeyska Teiti í gærkvöldi. Afskaplega huggulegt á litlum bar á við sátum á gólfinu við sviðið og nutum. Merkilegt þótti mér hvað pilturinn talaði góða sænsku. Ekki veit ég til þess að hann hafi nokkurn tíma búið hér. Skammaðist mín niður í tær hvað ég er þá í rauninni skítléleg. Reyndar er ég laus við þennan skemmtilega færeyska hreim sem er næstum alveg eins og amerískur hreimur. Þá er nú skemmtilegra að vera með íslenskan hreim sem er næstum eins og finnskur hreimur.
Lofaði mér líka í gærkvöldi að fara að æfa mig aftur að spila á gítar. Hins vegar þegar ég vaknaði í morgun og lata stelpan ég dröslaðist á fætur dóu slík plön fljótt. Af hverju er maður svona latur og nennir aldrei neinu???
föstudagur, nóvember 24, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
já kannast við þessa leti.plöniin á kvöldin eru oft ansi góð en renna svo útí sandinn að morgni.t.d.núna þennan morgunn.er á náttfötunum og bíð eftir að andinn komi yfir mig því að í gær ætlaði ég að gera svooo mikið.var á karlakórsskemmtun í gærkvöldi með mömmu þinni afa og sigga simba.var svona einsog gæslumaður af dvalarheimili haha (aðallega með mömmu þína)en ég er að kafna af hneyklun reiði og landsbyggðarminnimáttarkennd yfir þessu með flugið.ég bara trúi ekki að það sé hægt að bjóða okkur uppá þetta.það hljóta að vera milljón manns sem þurfa að komast heim þetta kvöld.en það eru auðvitað bara einkverjar landsbyggðatíkur svo það skiptir kannski ekki máli.ég hef augu og eyru opin fyrir fari.geturðu ekki breytt farinu og komið aðeins fyrr um morgunin til landsins?en ekki samt borga breytingagjald.þegar þjónustan er svona léleg hljóta þeir að geta sleppt þér við það (þessir aumingjar)jæja nóg komið af tuði.þetta bjargast allt.knús.gamli tuðboltin í grænu blokkinni.
af hverju gétur yú ekki farid á føstudagskvøldid,hringdu og aumkadu tér,tad vilja allir hjálpa svona rétt fyrir jól,eda hvad.......tad er vnandi ad expres fari ad birja flotlrga ad fljúga tarna á milli svo ad komi samképpni.........
Skrifa ummæli