miðvikudagur, nóvember 01, 2006

Snjór

Í dag byrjaði að snjóa. Á íslenskan mælikvarða er þetta smáræði en þessi "örfáu" snjókorn urðu til þess að það tók mig 3 klst að komast heim úr vinnunni. Ef ég var með græðgisglampa í augum í gær í lestinni þá veit ég ekki hvers lags glampi skein úr augum mínum þegar á sat föst á sama stað í lestinni í hálftíma, færðist 200 metra og föst aftur í korter o.s.frv. Venjulega tekur þessi ferð 45 mínútur eða svo. Ég var svo hungruð og pirruð, langaði að éta rottuhundinn sem sat í fangi eiganda síns á móti mér og að berja manninn hinum megin við ganginn af því hann var bara eitthvað svo óþolandi. Spurning hvernig það verður að komast í vinnuna á morgun, þyrfti kannski að leggja af stað um 5 leytið til að ná fyrir hádegi. Þegar ég lít út um gluggann minn núna sé ég sömu bílana og voru þar fyrir hálftíma síðan. Sem sé, það er allt í lamasessi og athugið það er ekki meiri snjór en sést á myndinni hér fyrir ofan. Sem roggnum Íslendingi finnst mér þetta núna óttalegir bjánar þessi Svíagrey.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þú ert svo fyndinn, kæri refur!! :)
Sé þig í anda í lestinni í dag, er ansi hrædd um að ég hefði látið lítið fyrir mér fara, hefði ég verið viðstödd. Vonandi gengur þetta betur á morgun:=)
Eitthvað planað fyrir helgina? Hvernig er það, varstu ekki á leiðinni til London? KV. Gyða

Anna Þorbjörg sagði...

Helgin séð í hyllingum en svo sem ekkert sérstakt planað nema kannski matarboð og bíó hjá/með Lauru. Svo er það London helgin þar á eftir!!

Nafnlaus sagði...

Í guðanna bænum láttu Mcdonalds vera í framtíðinni. Er engin tyrkjabúlla þarna sem getur gefið þér fínerís kjúklingaborgara með fullt af majonesi og franskar á mun hagstæðara verði? Mér finnst það mun skemmtilegri lausn þegar ég er í hvíthyskisskapi. Finnst manni aðeins minna hvítt hyski ef Coke er skrifað á arabísku á dósinni manns. Vona að veðrið fari nú að skána ;)Sjáumst brátt!

Nafnlaus sagði...

Skil ekki af hverju beist tú ekki hundinn eda bara henntir honum út,svo hefdi ég bara barid karlandskotann fyrir ad fara svo í pirrurnar á tér,,,,,,,,bara svona smá rád frá eldri dømu........