Verð að deila með ykkur skrítnu atviki sem átti sér stað rétt í þessu. Hringt var dyrabjöllunni og ég fer til dyra og þar stendur nágrannakona okkar sem býr beint fyrir neðan okkur. Hún byrjar; "Þú ert alveg ómöguleg, gengur fram og tilbaka. Ég er að reyna að læra en get ekki einbeitt mér þar sem þú gengur svo mikið um." Ég spurði þá í sakleysi mínu hvort við mættum ekki labba um íbúðina. Hún svaraði því til að kannski ekki svona mikið! Ég hafði verið í sturtu en Silvia var að laga til svo ætli það hafi ekki verið hún sem gekk svona mikið um svo ég kallaði í hana. Silvia stakk upp á því að hún setti hugleiðsluspólu á fóninn til að róa sig niður og það þótti kellu sérlega móðgandi að segja. Hún hélt því fram að við værum að ganga um fram og tilbaka í hælaskóm eða öðrum slíkum skófatnaði sem veldur hávaða. Báðar erum við í inniskóm sem heyrist varla meira í en að ganga á sokkunum.
En sem sé, bannað að ganga mikið í íbúðinni okkar! Bíð ekki í það hvernig hún mun bregðast við þegar við höldum risapartý eftir 2 vikur!
föstudagur, nóvember 03, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
ojjojo.er þetta nokkuð piparkerling sem var að kvarta.ég læt nefnilega skóhljóðin í fólkinu fyrir ofan mig stundum pirra mig.een ekki hvarflar að mér að fara og kvarta,kannski á ég það eftir þegar ég verð orðin örg piparkerling.(nú er ég bara piparkerling)en mér finnst þið nú alveg geta tekið tillit til hennar og prófað að skríða bara.það er jú svo gott fyrir ristilinn.(heyrði ég í sumar frá yndislegum frænkum mínum haha)vona að þú eigir góða helgi.ég er að fara á árshátíð f.s.a.og svo eru baaara 5dagar í knúsuferðina til d.k er að springa úr spenningi að fá að knúsa bolluna mína.kveðja frá júnkunni í grænu blokkinni.
þvílík frekja!! Ég og Sólrún könnumst líka við svona breddur sem halda að þær hafi rétt á friði og ró allan sólarhringinn! Allt er bannað nema að anda...en ekki of hátt! Svona fólk á ekki að búa í stórborgum heldur ætti það að flytja sig frá menningu og öðru fólki . Segðu henni bara að hoppa uppí rassgatið á sér ;)
já og býta í boruna á sér.)
Skrifa ummæli