Það kemur reglulega fyrir í mínu lífi að mér þykir ég sjálf ómótstæðilega vitlaus og pirrandi. Slíkt augnablik upplifði ég í dag. Ég fékk að fara heim úr vinnunni á hádegi í dag þar sem ég þurfti að fara í stöðupróf í sænsku þar sem ég hef sótt um sænskunám við háskólann á næstu önn. Ég mætti á svæðið á réttum tíma, en þetta er svolítið ferðalag. Þegar á staðinn var komið var ég sú eina sem var mætt. Fyrst byrjaði ég að bölva helvítis óstundvísi í öllum nema mér en svo fór nú að renna upp fyrir mér að slík óstundvísi væri afar ólíkleg. Leit ég þá aftur á bréfið sem ég fékk sem boðun til þessa prófs. Þar stendur skýrum stöfum að prófið sé 15. nóvember. Ég veit ekki af hverju ég beit það í mig að það væri þann 14. Held reyndar að það hafi staðið á netinu. En ég þarf sem sagt að fá að fara aftur fyrr úr vinnunni á morgun. Og þess má svona til gamans geta að ég fékk einmitt frí á föstudaginn þegar ég fór til London. Þess má svo einnig geta að nú er sá tími ársins þegar græðgi fólks er í hámarki og allir vilja gefa fínheitis plasma sjónvörp á hundruðir þúsunda svona til að sýna ástvinum sínum hvað þeim þykir vænt um þá (hóst). Ég vinn við það að útvega fólki slík tæki. Það er sem sé MIKIÐ að gera. Held ég verði alla vega ekki kosinn vinsælasti starfsmaðurinn þessa dagana svo mikið er víst.
En fátt er svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott! Þar sem ég var svona óvænt í fríi brá ég mér í bæinn og keypti mér 2 kjóla í safnið á Myrorna (hjálpræðisher e-s konar) á spottprís en venjulega hef ég ekki tíma fyrir búðir eftir vinnu. Nú verð ég sem sagt í nýjum kjól í innflutningspartýinu sem við ætlum loksins að halda á laugardagskvöldið. Vííí
þriðjudagur, nóvember 14, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
8 ummæli:
Góðan dag elsku rebbi minn:) Gangi þér vel að komast á staðinn og í prófinu sjálfu:) Hlakka til að sjá myndir af þ-u dýrindis flíkum, kv. Gyða
Hey hvar er rassa myndin min?
vildi nú halda ákveðnum smekklegheitum á blogginu mínu og halda nektarmyndum frá. Verð bara að senda þér þessa stórgóðu mynd eftir öðrum leiðum!
vona bara ad tú hafir getad verslad tér eithvad af jólakjólum tann 15 nóv.Eg man oft ekki hvad ég er gømul,hvad tá hvada dagur er.En hvad finnst tér um ad hellutjófur hafi sigrad í kostningum hjá sjálfstædismønnum,er tetta ekki bilun eda eru sjálfstædis men og konur bara allir tjófar yfirleitt,tad má semsagt bædi ljúga og stela á Islandi ef tad er u tæknileg mistøk.......
sendu mer rassamyndina af solrunu...kjolar eru alltaf godir, tok thatt í victor&rolf brjalaedinu í h&m og tokst ad naela mer i einn
gangi ther vel í stöðuprófinu
habby
Hæ, hvernig gekk allt? Ég fer alveg að blogga! Bara aldrei almennilegur tími. Mig langar l íka í myndir með...
Endilega sendu myndina sem vidast! Er enn ad bida eftir internetinu heima, um leid og tad kemur ta sendi eg ykkur mynar myndir gegnum snapfish :)
Til hamingju med kjolin og profid (vaenti tess ad thu hafir stadid tig med prydi) verdum i bandi!
skrifaði voða fínt comment um daginn sem var víst bara eytt út. Innihaldið var semsagt að mér fannst gaman að sjá að fólk hefur ekkert breyst, nema hárið á sólrúnu. Fannst mjög fyndið að sjá Sólrúnu hálf nakta að sjálfsögðu og að tala í símann!!! haha. Svo sé ég commentið hérna um að það hafi verið rassamynd hehe gæti ekki verið meira týpískt hehe Má ég líka fá rassamyndina senda?? er Farin að sakna hans ;)
Skrifa ummæli