Set hér inn mynd af mér og sambýlingi mínum henni Silvíu. Við kíktum aðeins á lífið í gær og hittum þar Ericu sem er í Svíþjóð í 3 vikur en hún býr annars núna í Bandaríkjunum. Silvia og Erica eru svona aðeins meiri glamúr gellur en ég svo þær vildu endilega fara á Sturaplan þar sem allir fínu staðirnir eru. Þar sem ég er svo mikill dipló/undirlægja hreyfði ég engum mótbárum. Bragðaði þar á mínum fyrsta Cosmopolitan sem kostaði töluvert meira en ég er vön að borga fyrir drykki.
Vildi auðvitað ekkert vera að skemma glamúrinn fyrir gellunum með að fá mér bjór eins og ég geri alltaf og langaði miklu meira í. Eftir að búið var að svolgra í sig þessum drykk vildu stúlkurnar fara á einhvern annan stað. Á þeim tímapunkti var mig farið að langa ískyggilega að fara heim í bólið enda þreytandi að standa við barinn í háum hælum og reyna að líta nógu pæjulega út til að passa við fansí drykkinn. Þegar við vorum svo í röð að reyna að komast inn á Soap bar sem er einnig voða fansí, ákvað ég að gera mér upp magaverk og fara heim.
Ég er svo mikill auli og lýg mig út úr svona aðstæðum svo ég þurfi ekki að hlusta á eitthvað raus. Fór svo heim og steikti mér egg og fór svo í háttinn. Afar ófansí!
Vá, hvað ég sakna Grand Rokk þegar ég fer á Stura plan!
Er annars að fara til London og hitta þar akureyskar sprundir og í þeirra hópi þarf maður ekkert að skammast sín fyrir að panta sér væna kollu í stað fínna kokteila...
sunnudagur, nóvember 05, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
7 ummæli:
Tad er nú pínu glamúr yfir tér elskan.Bjorinn er altaf gódur,vona ad tér sé batnad í mallakútnum:)
Viltu senda mér heimilisfangid,ég lofadi FF ad senda 101Reykjavík til tin á morgunn,,,,,,knús
Heimilisfangið mitt er:
c/o Korn
Drottningholmsvägen 74
112 42 Stockholm
Hvenær ertu að fara til London? Ertu enn með sama netfangið? Þarf að fara að senda þér fréttir af náminu mínu og lífinu í Englandi :)
Kv
Þorgerður
Hæ Þorgerður! Er að fara til London á fimmtudaginn ad hitta vinkonu mína sem býr þar og svo koma aðrar gellur þangað líka.
Er annars enn með sama gamla netfangið. Hlakka til að heyra fréttir. vona að allt gangi vel!
ég sakna mjøg ad sitja med tér og søtra øl og sladdre ;)ég spurdist ad meira ad segja fyrir um hvad tad kostar ad flugja til Stokkhólms tví kona frænda Franks er sænsk/finnsk. væri geggjad til i svona stelpu helgi med ter i stokkholmi( en frank vill reyndar ólmur med). Vid hittumst allavega um jolin og svo sé ég til hvad gerist eftir áramót.
'oj'a! Her skammast sin engin fyrir ad fa ser kollu! Og her ma thokkalega finna marga stadi med finni klosettlykt eins og a grandinu okkar goda. Jee hvad mig hlakkar til! Allir ad senda Habby SMS og reyna ad thoka stelpurofunni!!!!
Heyrdu verd lika kommenta a kellingabeigluna nagranna thinn. Eg er sko buin ad kljast vid svona kellur sidan eg var 4ra ara stelpuhnokki sem hafdi gaman af thvi ad ganga i klossum modur sinnar (held ad klossahrifning min hafi ordid til thess af foreldrar minir neyddust til ad flytja hus a sinum tima) Sidan tha hef eg kynnst morgum leidum nagronnum eins og margir vita, med rasistan a efri haedinni i fararbroddi. Eg tek undir med kristrunu og fraenku thinni. Hun getur bara hoppad inni i rassgatid a ser, thar inni er vaentanlega fridur og ro fyrir hana!
Skrifa ummæli