Dreif mig loksins í klippingu áðan. Lenti hjá mest slísí gaur sem hefur nokkurn tíma leikið fingrum sínum um mitt hár. Hann var svona ca. fimmtugur, í þéttari kantinum, með aflitað hár, rauður á hörund eftir ljósabekki (tja, eða sólarlönd, hvað veit ég) og með fráhneppta skyrtu. Var ekki mjög spennt yfir að slíkur maður skyldi hafa örlög hárs míns í höndum sér. Svo byrjaði hann að fárast yfir því að Íslendingar væru að veiða hvali. Bjóst allt eins við að hann myndi "óvart" klippa á mig skallablett svona í refsiskyni.
En ég komst nokkurn veginn heil frá þessu, og er nú nokkrum sentimetrum af hári fátækari sem og nokkrum krónum. Það er ekki ókeypis að láta slísí miðaldra menn klippa sig.
miðvikudagur, nóvember 29, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Hæ elsku Anna mín. Kemst sennilega ekki heim fyrr en um kvöldið 23 eða um morgunin 24. Með hvaða flugi ferð þá????, ég ætla að reyna að koma mér í þá vél til að geta verið samferða þér:) þ.e.a.s. ef það er ekki orðið fullpantað.
Endilega láttu mig vita, bæjó Gyða
góð lýsing á slísí náunga!!haha þvílík prótótýpa. Vonandi var hann góður við hárið þitt amk!
Skrifa ummæli