fimmtudagur, nóvember 16, 2006

Inntökuprófið

Það gerist ekki oft að mér þyki próf skítlétt og oftast líður mér frekar illa í próftöku. Í gær var hins vegar önnur saga. Mér fannst afskaplega skemmtileg tilbreyting að vera í svona prófumhverfi, fullri stofu af fólki, alveg þögn og eldri konur að passa að við svindluðum ekki, en finnast bara skítlétt að skrifa. Að dunda sér við það að skrifa hvað nafnið manns þýðir og hvernig maður lítur á það að eldast er barnaleikur miðað við það að rembast við að skrifa eitthvað gáfulegt um sýn neo liberalista á orsök átakana í Fjarskanistan eða eitthvað álíka.
Ég er þó ekki að segja að ég sé svona frábær í sænsku, eflaust hefur prófið mitt verið stútfullt af villum en óneitanlega var þetta auðvelt svona miðað við aldur og fyrri störf.
Djöful verður það vandræðalegt ef ég kemst ekki í þetta nám eftir þessar yfirlýsingar sem maður hefur nú sett á veraldarvefinn...

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Er handviss um að þú kemst inn kæri refur:) Ég er með magapínu þessa stundina, hrikalega stressuð, svo mikið að gera e-ð. Girnilegur matur sem Lotta gerði fyrir ykkur, kv. Gyða

Nafnlaus sagði...

Elsku náttsloppurinn tilkynnti mér að hann eigi von á barni.

Anna Þorbjörg sagði...

jesús gódur, litill nattsloppur!

Nafnlaus sagði...

Það sama og ég sagði í frímó er hann sagði mér þetta undir kókómjólk og kleinu!

Nafnlaus sagði...

Hey eg tekki nattsloppinn! Held ad fleiri hafi akallad jesus eda adra tegar tetta frettist. Merkilegar frettir, spennandi ad fylgjast med tessu.....