sunnudagur, nóvember 19, 2006

Innflutningspartýið

Í gær var innflutningspartýið loksins haldið. Margt var um manninn og mikið fjör fram eftir nóttu. Nágranninn á neðri hæðinni lét ekki í sér heyra en við höfðum látið hana vita að von væri á partýi. Eins og sjá má á myndinni hér fyrir ofan fékk Jobbi blessaður að vera með í selskapnum enda ekki seinna vænna, orðinn 23 ára.
Sem betur fer fórum við ekkert út á eftir heldur héldum okkur heima. Það er alltaf miklu skemmtilegra í heimapartýjum heldur en að reyna að finna einhvern skemmtilegan stað inni í bæ.
Bollan rann vel niður í gestina þó ekki hafi mér tekist að finna niðursoðin jarðaber. Redduðum þessu með því að kaupa frosin ber og eitthvert svona jarðarberjabragðefni. Bolluna sá ég alfarið um að blanda og tel ég mig því nú vera sérfróða um blöndun á slíkum drykkjum.
Fæstir gestana komu svo með drykkjaföng með sér (dónafólk!) en allir vildu þeir drekka svo við reyndum að reiða fram allt áfengt sem til var í húsinu. Það reddaðist og fólk gat drukkið frá sér vit og rænu að vild.
Mig langar bara að halda annað partý næstu helgi en veit ei hvort að granninn "góði" yrði sáttur við það.
Annars er mánudagur á morgun sem er ekkert gaman en það kemur helgi aftur eftir 5 daga..

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Gaman að sjá Jobba blessaðan með í gleðskapnum:) Vona nú að hann hafi ekki fengið sömu útreið og hann fékk eitt sinn er þú bjóst í Eggertsgötunni, manstu?? :(

Nafnlaus sagði...

Ertu ordinn partýsjúk stúlka gód?En hvad er planid,er meiningin ad vera áfram í Stokholm og læra meira og meira.Bjóddu undirbúanum med í partý næstu helgi,tá verdur ekkert vesen:)gaman ad sjá Jobba,er med nafna hans hér í pøssunn og eru teir mjøg líkir,held bara elveg eins........

Nafnlaus sagði...

Jæja..... svar mitt við spurningu þinni í morgun er "Já, mjög svo".
Eitthvað í gangi á þeim bænum???
Sælir, er fara í brúðkaup til Hafsteins Þórs Hafsteinssonar og spúsu hans næstu helgi, manstu eftir honum, þessi sem fleygði sér fyrir bílana til að bjarga jakkanum í gamla daga(smá ýkjur), minnir að þú hafir verið með mér þá.

Nafnlaus sagði...

Va thad var greinilega stud! EG hugsadi til tin tar sem eg la yfir nyendurfengu sjonvarpinu! Dularfullt ad ekki se haegt ad kaupa nidursodin jardaber, en af hverju i oskopunum skyldi madur lika vilja nodursodin jardaber tar sem haegt er ad fa fersk jardber. Eg bara spyr?

Nafnlaus sagði...

Tad er heldur ekki hægt ad kaupa nidursodin jardaber í Dk,held ad tetta sé eithvad íslenskt einkenni frá í gamladaga tegar ekkert ferkst var ad fá.Annars á ég tvær dósir í skápnum,er bara hrædd um ad søludagsettningin sé ordin úrelt,,,1999........