sunnudagur, nóvember 26, 2006

Heimferðin

Þá er heimferðin loksins komin á hreint. Þar sem Flugfélag Íslands hefur ekki miklar áhyggjur af hvernig við dreifarar komum okkur heim um jólin neyðist ég til að fljúga norður á aðfangadag. Eins gott að veðrið verði til friðs svo ég verði ekki föst ein í Reykjavík um jólin. Ég verð sem sé ein og yfirgefin á Þorláksmessu í höfuðborginni þar sem allar mínar akureysku vinkonur verða komnar til síns heima. Ég vonast til að einhver þeirra "sönnu" Reykvíkinga sem ég þekki nenni að hitta mig svo ég eyði ekki Þollák í eintómri sjálfsvorkun. Er mjög pirripú yfir að þurfa að eyða einni kvöldstund af mínum mjög svo stutta tíma á Íslandi í okkar annars ágætu höfuðborg. Mig langar að vera með fjölskyldunni minni, þess vegna er ég nú að borga hálf mánaðarlaunin mín í að komast heim til að vera á Íslandi í viku.
En auðvitað gæti þetta alltaf verið verra svo ég hætti nú að kvarta og held áfram að liggja hér uppi í rúmi, lesa og éta godis.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Biddu nú vid Anna thorbjørg,áttu ekki ømmu og afa í Reykjavík sem tú ørugglega getur haft ánægjulega kvøldstund med,tú sérd taug ørugglega ekki of oftog er ég eginlega alveg viss um ad taug munu elska ad fá ad hitta tig og eiga eina góda kvøldstund med tér,

Stínfríður sagði...

Allar?...

ALLAR?!!??...

Ég sem hélt við værum vinkonur..



DJÓK!!!:-)

Anna Þorbjörg sagði...

sorry Stina! Gleymdi utanlandsferd thinni svona rett i hita leiksins...
Og Maja min´, thetta er alveg rett hja ther, en var svona meira ad spa i baejarferd um kvöldid og ekki held eg nu ad gamla settid se til i slikt. En audvitad hitti eg thau thegar eg kem!

Nafnlaus sagði...

Eg verð farin heim, en þú mátt fá lykla að Baldursgötunni og vera eins og heima hjá þér