föstudagur, nóvember 17, 2006

Framhaldssagan um jarðarberin

Demit!!! Fór í Hemköp eftir vinnu (svona eins og Nóatún, með sjúklega mikið úrval) og fann engin niðursoðin jarðarber. Hef ekki tilkynnt stelpunum þetta enn, hef ekki gefið upp alla von. Fann reyndar ekki Grenadin heldur. Skil ekkert í hvers landi ég hef lent í. Hvers eiga bolluglaðir Íslendingar að gjalda?
Á annars einhver góða uppskrift af bollu sem ekki inniheldur hráefni sem einungis er til í siðmenntuðum ríkjum?

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hvenær þarftu þessi ber rebbi minn? Get alveg sent þér eins og 2 dósir:) Jaa ég veit ekki, hef alltaf notað jarðarber þegar ég hef gert bollu, sennilega í lagi að nota bara e-a niðursoðna ávexti, t.d. brytja niður perur. Gyða

Nafnlaus sagði...

sæl vinan.þá er ég komin heim.var fárveik þegar ég lenti á akureyri og komst ekki í vinnu.þannig að ég verð líklega ekki heldur kosin vinsælasti starfsmaðurinn.en mikið var nú erfitt að fara frá litlu krúsinni.huggaði mig við að það er ekki mjög langt í að ég sjái hana aftur.bolluuppskrift já.nú er víst of seint fyrir þig að fá hana.partýið búið en djö.... finnst mér undirtektirnar hafa verið lélegar ég spyr.hvar er maja með allt sitt vínvit.en semsagt þú getur glatt þig við að ég sé komin aftur haha.vona að þið hafið ekki flæmt aumingja neðrihæðarkonuna í burtu með skrílslátum.habðu það gott.knús frá afa gamla og mér.

Stínfríður sagði...

Hvernig var svo innflutningspartýið? Gastu hellt í einhverja fínerís bollu þrátt fyrir allt?
Við komum frá fallegasta bæ landsins, liggaliggalái!