laugardagur, mars 25, 2006

Væm og karókí

Í dag er enn einn fallegur vetrardagur hér í Svíaríki. Sólin skín á snjóinn og allt er svo yndislega væmið og fallegt. Ég veit ekki af hverju Svíþjóð er væmið land en það er það. Væmið tungumál, væmið landslag (=tré), væmin hús o.s.frv. Væmið er gott!
Fór aðeins á smá skrall í gær með Aysu (hinni finnsku) og Alec (hinum breska). Aðallega fór ég út þar sem Aysu er búin að vera veik í viku og var að verða geðsjúk á að hanga inni. Því fórnaði ég mér, fór í partýgallann, setti á mig varalit og skundaði á barinn. Nokkuð ljúft kvöld alveg hreint sem endaði með því að við fórum heim til Aysu sem býr með nokkrum Svíum og einn af þeim er sjúkur í singstar og á maskínu til að nota slíkt. Nokkur vel valin lög voru því tekin þó maskínan hafi ekki alltaf verið sátt við gæði söngsins. Eftir að ég söng Waterloo í karókí á "ástarfleyinu" fyrir jól hefur það orð farið af mér að ég syngi eins og engill (mikil ölvun var um borð). Held að sú kenning hafi verið afsönnuð í nótt...
Góðar stundir

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Kúl síða :)
Ég ætla líka að fara að blogga bráðum. Gerði tilraun til þess fyrir löngu síðan en gleymdi alltaf að ég væri með bloggsíðu, en næst verður það gert með stæl :)

Nafnlaus sagði...

haha gaman að þessu :) Áfram Anna !! ég mun definately fylgjast grant með þér ;)

Nafnlaus sagði...

Já, fyrst mér tókst að tileinka mér msn býst ég við að aðrir "move on" í tækninni líka. Ætla að fylgjast með þér, hlýt að geta tileinkað mér bloggskoðun líka. Síðar sæta :)