fimmtudagur, mars 30, 2006
Á lífi
Ég lifði þessa þolraun víst af! Náði að koma þessu út úr mér og vona ég að ég hafi ekki drepið samnemendur mína úr leiðindum. Annars er afar þunglyndislegt í Uppsala þessa dagana. Loksins hætt að vera frost en í staðinn er þungbúið rigningarveður og allt í slabbi og leiðindum. Nennti ekki einu sinni að hjóla heim svo fákurinn stendur við bókasafnið niðri í bæ. Ég vona bara að hann verði þar enn þegar ég vitja hans en ungmenni hér í bæ virðast hafa afar gaman að því að henda hjólhestum í ána sem liggur í gegnum bæinn. En þetta hlínandi loftslag þýðir vonandi að vorið sé á leiðinni, enda finnst mér tími til kominn eftir frosthörkurnar síðustu mánuði. Hef verið að heyra að allt sé á kafi í snjó á Akureyrinni og ónefnd lítil systir hafi fest bíl í snjóskafli... Heimurinn er sem sé að komast á rétta braut; Kalt og snjór á Íslandi og hlítt og rigning í Svíþjóð. Svona á þetta að vera!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli