föstudagur, mars 31, 2006
Aftur snjór...
Hefði ekki átt að lýsa því yfir í gær að hér væri vor í lofti. Nú eru það snjókorn sem hafa undirtekið vorloftið. Hér kyngir niður snjó sem aldrei fyrr. Heimurinn er því eftir allt saman stór brenglaður... Annars er planaður afkastamikill dagur á bókasafninu í dag, finna kenningu fyrir mastersritgerðina sem hefur reynst ansi erfitt hingað til, vona að nú verði breyting á!
En mútta mín var eitthvað áhyggjufull þegar hún hringdi í gær þar sem henni fannst ég vera að fara yfirum að dæma af skrifum mínum hér. En þeir sem hafa umgengist mig í minni háskólatíð vita að þetta er eðlilegt ástand, er alltaf fremur tæp á taugum yfir öllu skólastússi en oftast hefur sú taugaveiklun reynst óþörf. Svo mamma mín, engar áhyggjur af mér :)
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Þú ert dugleg stelpa og já ég er ein af þeim sem hef séð hversu stressuð þú getur verið í prófum hehe og finnst það bara eðlilegt því þetta er ekkert smá álag. Gangi þér vel með mastersritgerðina :)
Ekki hef ég áhyggjur af þér vænan, finnst þú enn klárari en ég og er þá mikið sagt!
ohhh, Takk Sólrún mín!
Skrifa ummæli