mánudagur, mars 27, 2006

Að koma sér að verki!

Af hverju er svona erfitt að koma sér að verki??? Fór á bókasafnið, full fyrirheita um dugnað en gafst upp eftir allt of stuttan tíma, fór í búðaráp og keypti mér alls kyns pæjudót, fór svo heim og mátaði pæjudótið og hengdi svo upp myndir, vaskaði upp, reyndi að finna eitthvað að þrífa en hér er allt voða hreint þar sem ég er alltaf að reyna að gera allt annað en að læra, sem sé er að blogga núna og dettur ekkert annað í hug að gera. Ætli ég verði ekki bara að fara að læra :( Er að halda fyrirlestur á fimmtudag um Hafréttarsáttmála S.Þ. Áhugavert ekki satt!!! Finnst þetta alveg óhemju flókið allt saman, veit ekki hvernig ég á að geta haldið 15 mínútna fyrirlestur á ensku um þetta...
En sem sé, þessu verður ekki frestað lengur.....farin að læra!

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hæ elsklingur, gaman að þú sért komin í netheima. Mun fylgjast með þér.
Óheppin að þetta sé ekki fyrirlestur um tónlist. Ég reddaði mér með 20 mín. fyrirlestur í síðustu viku með að troða alls kyns tóndæmum inní, það tekur nú sinn tíma að hlusta á þau!! (og hann varð m.a.s. lengri en 20 mín fyrir vikið) Lov jú!

Anna Þorbjörg sagði...

Takk elsklingur! Var að horfa á Bráðavaktinu, en er snúin aftur til starfa....