miðvikudagur, mars 29, 2006

Plebbastraumar

Hér á myndinni sit ég við lestur á lagabókasafninu í Uppsala. Af einhverjum ástæðum er betra að læra þar heldur en á okkar "peace and conflict" bókasafni sem er hinum megin við vegginn. Tilvonandi ungplebbar senda e.t.v. frá sér hvetjandi strauma um að reyna að verða duglegri en þeir. Þarna spóka sig tilvonandi lögfræðipíur sem nær undantekningalaust eru í háum hælum og með uppsett hár. Strákarnir eru reyndar ekki í jakkafötum en þó má sjá að þeir eru áberandi snyrtilegri en kynbræður þeirra í félagsvísindunum. Held satt að segja að lagabókasafnið hafi haft einhver áhrif á mig; valdi t.d. að skrifa um Law of the Sea sem er hið mesta lagabákn okkar tíma, keypti mér háhæluð stígvél og sit nú hér heima með uppsett hár (reyndar í náttbuxum við, en samt...).
Á að halda fyrirlestur á morgun svo kannski ég ætti að fara að snúa mér að honum og búa til smekklegt power point til að draga athygli bekkjarfélagana af mér og að því! Þá kannski sjá þau ekki hvað ég verð rauð í framan og skjálfhent...
Tútilú

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

vá hvað þú ert dugleg að blogga :) Svo er virkilega gaman að lesa bloggið og það er sérstaklega gott að hafa myndir líka. Þú ert voðalega sæt...eins og alltaf! heyrðu það eru einmitt tvær kaupmannahafnarmeyjar sem voru mest hrifanr af landinu okkar góða. Svo eru svo margir íslendingar sem búa á jótlandinu að þeir eru vel þekktir og vel metnir. hitt einn strák sem var sértaklega hrifinn af akureyrinni en hafði verið þar með mömmu sinni. honum fannst skyr frábært og Kaffi Karólína besta kaffihúsið hehe. hann smellpassar inn í okkar vinahóp hehe.

Anna Þorbjörg sagði...

Gaman að því, er þetta huggulegur piltur!!! Já, ég er dugleg að blogga, það er alla vega skemmtilegra en að skrifa fyrirlestur og ritgerð og lesa heimildir...

Nafnlaus sagði...

já þetta var rosalega krúttlegur drengur, minnir að hann sé reyndar eitthvað yngri en við, um 23 held ég. Hann var ekkert gullfallegur en hafði mikinn sjarmör ;)