sunnudagur, mars 26, 2006

Hvað er svona merkilegt við það, að vera Íslendingur?


Fór í matarboð í gær sem haldið var hér hér á stúdentagörðunum. Stelpa frá Kólumbíu sem býr með bekkjasystur minni átti afmæli og kínversk bekkjarsystir hennar eldaði alls kyns kínverskan mat. Þessar stelpur eru í mastersnámi í Developing studies og þarna mættu samnemendur þeirra sem eru allra þjóða kvikyndi. Maður talaði því við marga nýja einstaklinga og alltaf byrjaði maður að segja nafn og þjóðerni. Það brást ekki að þegar ég sagði að ég væri frá Íslandi að fólk hálf gapti af undrun og umræðan byrjaði að snúast um Ísland. Var t.d. að tala við strák frá Lettlandi sem spurði hvort ég væri 100% Íslendingur og þegar ég játti því vildi hann ólmur snerta mig! Hann er hommi svo ekki var þetta af kynferðislegum toga... Ótrúlegt líka hvað hann vissi um söguna og þekkti íslensku bókstafina, hvað bjór kostaði á barnum (var ekki impressed af því reyndar) og fleira. En ég fór þá að velta fyrir mér að það er nú varla skrítið að Íslendingar almennt séu að drepast úr þjóðrembingi. Útlendingarnir espa þetta upp í okkur með að láta okkur líða eins og við séum svona svakalega einstök og merkileg. Gaman að því auðvitað að þeim finnist landið okkar eitthvað spes en mér finnst það samt frekar skrítið þar sem ég veit ekki um nokkurt land sem ég myndi æsast svona yfir við það að hitta manneskju frá því landi.
Gott í bili!

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

jahérna, djöf er ég ánægð með þig :) þrjóskhausinn ég er meira að segja búinn að vera að spá í að stofna eitt svona sameiginlegt blogg með henni rósu....aldrei að vita nema að það verði að því ;)
en já gaman að þessu!

Anna Þorbjörg sagði...

Líst vel á það Agla litla, maður verður nú að vera með í þessari tískubylgju ekki satt....

Nafnlaus sagði...

gaman að þú sért farin að blogga ;o)
Já, ég fæ oft að heyra eithvað í þessa átt hérna líka.. Islandia
muito bonita...! og að það sé mikið jafnrétti og hot springs út um allt...
en sumir nefna enn snjóhús og
annað rugl.. bestu kveðjur frá Lolo P

Nafnlaus sagði...

ég kannast við þetta líka, þá er talað um fallega og góða hesta og bláa lónið ásamt annari fallegri náttúru. Aðrir elska Björk og langar að koma á icelandairwaves til að djamma. Maður þarf sko ekki að skammast sín fyrir að vera frá íslandi, sértaklega núna þegar íslandingarnir eru búnir að kaupa allt og alla hérna í Danmörku!

Anna Þorbjörg sagði...

Takk fyrir kommentin stúlkur, gaman að því! En Kristrún, eru Danirnir virkilega spenntir fyrir Íslandi??? Varð ekki mikið vör við það á mínum Danmerkur árum, fannst þeir allir eitthvað hálffúlir við okkur en það hefur kannski eitthvað breyst eða kannski eru Jótarnir bara hressari almennt en Kaupmannahafnarbúar!