fimmtudagur, nóvember 30, 2006
Koss og fadmlag fra Svithjod
Thad leikur enginn vafi a thvi ad saenska er vaemid tungumal. Thess vegna fellur hun mer svo vel i ged thar sem eg er med afbrigdum vaemin sjalf. Eitt finnst mer tho pinu of vaemid vid malnotkun Sviana. Thad er thegar their segja "puss och kram" i tima og otima. Thetta myndi utleggjast a islensku "koss og fadmlag". Eitthvad finnst mer fyndid ad heyra fullordna karlmenn sem og kvenfolk audvitad enda simtal med thessum ordum. Ekki alltaf fara ordin baedi saman, haegt er ad velja hvort madur vill gefa koss eda fadmlag, tja, eda jafnvel baedi i einu. Brosi aevinlega uti annad thegar eg heyri folk nota thetta. Vid segjum bara sjaumst eda heyrumst eda eitthvad alika ovaemid, sem ad minu mati er svona edlilegra heldur en ad vera ad senda kossa og fadmlög i allar attir. Eg er kannski ekki jafn vaemin og eg vil vera lata eftir allt saman.
miðvikudagur, nóvember 29, 2006
Klipping
Dreif mig loksins í klippingu áðan. Lenti hjá mest slísí gaur sem hefur nokkurn tíma leikið fingrum sínum um mitt hár. Hann var svona ca. fimmtugur, í þéttari kantinum, með aflitað hár, rauður á hörund eftir ljósabekki (tja, eða sólarlönd, hvað veit ég) og með fráhneppta skyrtu. Var ekki mjög spennt yfir að slíkur maður skyldi hafa örlög hárs míns í höndum sér. Svo byrjaði hann að fárast yfir því að Íslendingar væru að veiða hvali. Bjóst allt eins við að hann myndi "óvart" klippa á mig skallablett svona í refsiskyni.
En ég komst nokkurn veginn heil frá þessu, og er nú nokkrum sentimetrum af hári fátækari sem og nokkrum krónum. Það er ekki ókeypis að láta slísí miðaldra menn klippa sig.
En ég komst nokkurn veginn heil frá þessu, og er nú nokkrum sentimetrum af hári fátækari sem og nokkrum krónum. Það er ekki ókeypis að láta slísí miðaldra menn klippa sig.
sunnudagur, nóvember 26, 2006
Heimferðin
Þá er heimferðin loksins komin á hreint. Þar sem Flugfélag Íslands hefur ekki miklar áhyggjur af hvernig við dreifarar komum okkur heim um jólin neyðist ég til að fljúga norður á aðfangadag. Eins gott að veðrið verði til friðs svo ég verði ekki föst ein í Reykjavík um jólin. Ég verð sem sé ein og yfirgefin á Þorláksmessu í höfuðborginni þar sem allar mínar akureysku vinkonur verða komnar til síns heima. Ég vonast til að einhver þeirra "sönnu" Reykvíkinga sem ég þekki nenni að hitta mig svo ég eyði ekki Þollák í eintómri sjálfsvorkun. Er mjög pirripú yfir að þurfa að eyða einni kvöldstund af mínum mjög svo stutta tíma á Íslandi í okkar annars ágætu höfuðborg. Mig langar að vera með fjölskyldunni minni, þess vegna er ég nú að borga hálf mánaðarlaunin mín í að komast heim til að vera á Íslandi í viku.
En auðvitað gæti þetta alltaf verið verra svo ég hætti nú að kvarta og held áfram að liggja hér uppi í rúmi, lesa og éta godis.
En auðvitað gæti þetta alltaf verið verra svo ég hætti nú að kvarta og held áfram að liggja hér uppi í rúmi, lesa og éta godis.
laugardagur, nóvember 25, 2006
Múmínálfarnir
föstudagur, nóvember 24, 2006
Teitur
Fór annars á tónleika með hinum færeyska Teiti í gærkvöldi. Afskaplega huggulegt á litlum bar á við sátum á gólfinu við sviðið og nutum. Merkilegt þótti mér hvað pilturinn talaði góða sænsku. Ekki veit ég til þess að hann hafi nokkurn tíma búið hér. Skammaðist mín niður í tær hvað ég er þá í rauninni skítléleg. Reyndar er ég laus við þennan skemmtilega færeyska hreim sem er næstum alveg eins og amerískur hreimur. Þá er nú skemmtilegra að vera með íslenskan hreim sem er næstum eins og finnskur hreimur.
Lofaði mér líka í gærkvöldi að fara að æfa mig aftur að spila á gítar. Hins vegar þegar ég vaknaði í morgun og lata stelpan ég dröslaðist á fætur dóu slík plön fljótt. Af hverju er maður svona latur og nennir aldrei neinu???
Lofaði mér líka í gærkvöldi að fara að æfa mig aftur að spila á gítar. Hins vegar þegar ég vaknaði í morgun og lata stelpan ég dröslaðist á fætur dóu slík plön fljótt. Af hverju er maður svona latur og nennir aldrei neinu???
Hjalp
Vona ad einhver geti hjálpad mér thvi astandid er ljott!
Eg a flug til Islands 23. desember og lendi i Keflavik 15:30. Seinasta flug til Akureyrar 23. des. er klukkan 17:30. Thetta er thvi afar knappur timi til ad koma ser milli flugvalla og ef eitthvad bregdur ut af missi eg af thessari vel, + ad farid kostar 10 000 kall svo thad er ekkert spes ad borga thetta i von og ovon ad komast med velinni. Er einhver sem veit um far thetta kvöld til Akureyrar???
Eg a flug til Islands 23. desember og lendi i Keflavik 15:30. Seinasta flug til Akureyrar 23. des. er klukkan 17:30. Thetta er thvi afar knappur timi til ad koma ser milli flugvalla og ef eitthvad bregdur ut af missi eg af thessari vel, + ad farid kostar 10 000 kall svo thad er ekkert spes ad borga thetta i von og ovon ad komast med velinni. Er einhver sem veit um far thetta kvöld til Akureyrar???
miðvikudagur, nóvember 22, 2006
Úti ad hjóla
Aldrei thessu vant er afar rolegt nu i vinnunni. I gaer var allt kreisí og aetli thad verdi thad ekki aftur á morgun. Ákvad thví ad bladra adeins á blogginu.
Tók eftir einu áhugaverdu í dag um muninn á Svíum og Íslendingum thegar kemur ad notkun samgöngutaekja. Íslendingar ódir bílaeigendur sem líta á thad sem sjálfsögdu mannréttindi ad eiga bíl og Svíar sem fremur virkir hjólreidamenn. Taka má eftir thessu ad thegar vid segjum ad einhver sé úti ad aka í meiningunni ad vera utan vid sig segja blessadir Svíarnir "ute att cykla" t.e.a.s. úti ad hjóla.
Skondid fannst mér alla vega!
Tók eftir einu áhugaverdu í dag um muninn á Svíum og Íslendingum thegar kemur ad notkun samgöngutaekja. Íslendingar ódir bílaeigendur sem líta á thad sem sjálfsögdu mannréttindi ad eiga bíl og Svíar sem fremur virkir hjólreidamenn. Taka má eftir thessu ad thegar vid segjum ad einhver sé úti ad aka í meiningunni ad vera utan vid sig segja blessadir Svíarnir "ute att cykla" t.e.a.s. úti ad hjóla.
Skondid fannst mér alla vega!
sunnudagur, nóvember 19, 2006
Innflutningspartýið
Í gær var innflutningspartýið loksins haldið. Margt var um manninn og mikið fjör fram eftir nóttu. Nágranninn á neðri hæðinni lét ekki í sér heyra en við höfðum látið hana vita að von væri á partýi. Eins og sjá má á myndinni hér fyrir ofan fékk Jobbi blessaður að vera með í selskapnum enda ekki seinna vænna, orðinn 23 ára.
Sem betur fer fórum við ekkert út á eftir heldur héldum okkur heima. Það er alltaf miklu skemmtilegra í heimapartýjum heldur en að reyna að finna einhvern skemmtilegan stað inni í bæ.
Bollan rann vel niður í gestina þó ekki hafi mér tekist að finna niðursoðin jarðaber. Redduðum þessu með því að kaupa frosin ber og eitthvert svona jarðarberjabragðefni. Bolluna sá ég alfarið um að blanda og tel ég mig því nú vera sérfróða um blöndun á slíkum drykkjum.
Fæstir gestana komu svo með drykkjaföng með sér (dónafólk!) en allir vildu þeir drekka svo við reyndum að reiða fram allt áfengt sem til var í húsinu. Það reddaðist og fólk gat drukkið frá sér vit og rænu að vild.
Mig langar bara að halda annað partý næstu helgi en veit ei hvort að granninn "góði" yrði sáttur við það.
Annars er mánudagur á morgun sem er ekkert gaman en það kemur helgi aftur eftir 5 daga..
Sem betur fer fórum við ekkert út á eftir heldur héldum okkur heima. Það er alltaf miklu skemmtilegra í heimapartýjum heldur en að reyna að finna einhvern skemmtilegan stað inni í bæ.
Bollan rann vel niður í gestina þó ekki hafi mér tekist að finna niðursoðin jarðaber. Redduðum þessu með því að kaupa frosin ber og eitthvert svona jarðarberjabragðefni. Bolluna sá ég alfarið um að blanda og tel ég mig því nú vera sérfróða um blöndun á slíkum drykkjum.
Fæstir gestana komu svo með drykkjaföng með sér (dónafólk!) en allir vildu þeir drekka svo við reyndum að reiða fram allt áfengt sem til var í húsinu. Það reddaðist og fólk gat drukkið frá sér vit og rænu að vild.
Mig langar bara að halda annað partý næstu helgi en veit ei hvort að granninn "góði" yrði sáttur við það.
Annars er mánudagur á morgun sem er ekkert gaman en það kemur helgi aftur eftir 5 daga..
föstudagur, nóvember 17, 2006
Framhaldssagan um jarðarberin
Demit!!! Fór í Hemköp eftir vinnu (svona eins og Nóatún, með sjúklega mikið úrval) og fann engin niðursoðin jarðarber. Hef ekki tilkynnt stelpunum þetta enn, hef ekki gefið upp alla von. Fann reyndar ekki Grenadin heldur. Skil ekkert í hvers landi ég hef lent í. Hvers eiga bolluglaðir Íslendingar að gjalda?
Á annars einhver góða uppskrift af bollu sem ekki inniheldur hráefni sem einungis er til í siðmenntuðum ríkjum?
Á annars einhver góða uppskrift af bollu sem ekki inniheldur hráefni sem einungis er til í siðmenntuðum ríkjum?
fimmtudagur, nóvember 16, 2006
Inntökuprófið
Það gerist ekki oft að mér þyki próf skítlétt og oftast líður mér frekar illa í próftöku. Í gær var hins vegar önnur saga. Mér fannst afskaplega skemmtileg tilbreyting að vera í svona prófumhverfi, fullri stofu af fólki, alveg þögn og eldri konur að passa að við svindluðum ekki, en finnast bara skítlétt að skrifa. Að dunda sér við það að skrifa hvað nafnið manns þýðir og hvernig maður lítur á það að eldast er barnaleikur miðað við það að rembast við að skrifa eitthvað gáfulegt um sýn neo liberalista á orsök átakana í Fjarskanistan eða eitthvað álíka.
Ég er þó ekki að segja að ég sé svona frábær í sænsku, eflaust hefur prófið mitt verið stútfullt af villum en óneitanlega var þetta auðvelt svona miðað við aldur og fyrri störf.
Djöful verður það vandræðalegt ef ég kemst ekki í þetta nám eftir þessar yfirlýsingar sem maður hefur nú sett á veraldarvefinn...
Ég er þó ekki að segja að ég sé svona frábær í sænsku, eflaust hefur prófið mitt verið stútfullt af villum en óneitanlega var þetta auðvelt svona miðað við aldur og fyrri störf.
Djöful verður það vandræðalegt ef ég kemst ekki í þetta nám eftir þessar yfirlýsingar sem maður hefur nú sett á veraldarvefinn...
Niðursoðin jarðarber
Var að enda við að borða dýrindis mat sem hún Lotta eldaði fyrir okkur svona í kveðjuskyni. Hún er búin að búa hér með okkur í um 3 vikur en er nú að fara á laugardaginn til Finnlands. Er sem sé búin að búa með 3 Finnum síðustu vikurnar sem hefur verið ágætt alveg hreint.
Á laugardaginn ætlum við að halda löngutímabært innflutningspartý. Við ræddum það áðan hvernig blanda ætti bollu. Ég var ekki lengi að flétta því upp á einhverri íslenskri síðu. Í þeirri uppskrift sem ég fann var sagt að ættu að vera niðursoðin jarðarber. Þær héldu að ég væri að ljúga, því slíkt væri ekki til! Þær höfðu aldrei heyrt talað um slíkt og eru vissar um að það sé eitthvað sérstakt íslenskt fyrirbæri (eða að ég sé að plata) og telja sig öruggar um að svoleiðis sé ekki hægt að kaupa hér. Ég hins vegar nánast lofaði því að það væri hægt að finna svoleiðis niðursuðuvarning í hverri búð. Um það hef ég ekki hugmynd því ekki hef ég áður þurft á slíkum berjum að halda. Vona bara að ég hafi rétt fyrir mér svona til að sýna þessum finnsku gellum að niðursoðin jarðarber séu ekki bara fyrir skrítna Íslendinga. Það er nefnilega afskaplega leiðinlegt að hafa rangt fyrir sér.
Á laugardaginn ætlum við að halda löngutímabært innflutningspartý. Við ræddum það áðan hvernig blanda ætti bollu. Ég var ekki lengi að flétta því upp á einhverri íslenskri síðu. Í þeirri uppskrift sem ég fann var sagt að ættu að vera niðursoðin jarðarber. Þær héldu að ég væri að ljúga, því slíkt væri ekki til! Þær höfðu aldrei heyrt talað um slíkt og eru vissar um að það sé eitthvað sérstakt íslenskt fyrirbæri (eða að ég sé að plata) og telja sig öruggar um að svoleiðis sé ekki hægt að kaupa hér. Ég hins vegar nánast lofaði því að það væri hægt að finna svoleiðis niðursuðuvarning í hverri búð. Um það hef ég ekki hugmynd því ekki hef ég áður þurft á slíkum berjum að halda. Vona bara að ég hafi rétt fyrir mér svona til að sýna þessum finnsku gellum að niðursoðin jarðarber séu ekki bara fyrir skrítna Íslendinga. Það er nefnilega afskaplega leiðinlegt að hafa rangt fyrir sér.
þriðjudagur, nóvember 14, 2006
Mis
Það kemur reglulega fyrir í mínu lífi að mér þykir ég sjálf ómótstæðilega vitlaus og pirrandi. Slíkt augnablik upplifði ég í dag. Ég fékk að fara heim úr vinnunni á hádegi í dag þar sem ég þurfti að fara í stöðupróf í sænsku þar sem ég hef sótt um sænskunám við háskólann á næstu önn. Ég mætti á svæðið á réttum tíma, en þetta er svolítið ferðalag. Þegar á staðinn var komið var ég sú eina sem var mætt. Fyrst byrjaði ég að bölva helvítis óstundvísi í öllum nema mér en svo fór nú að renna upp fyrir mér að slík óstundvísi væri afar ólíkleg. Leit ég þá aftur á bréfið sem ég fékk sem boðun til þessa prófs. Þar stendur skýrum stöfum að prófið sé 15. nóvember. Ég veit ekki af hverju ég beit það í mig að það væri þann 14. Held reyndar að það hafi staðið á netinu. En ég þarf sem sagt að fá að fara aftur fyrr úr vinnunni á morgun. Og þess má svona til gamans geta að ég fékk einmitt frí á föstudaginn þegar ég fór til London. Þess má svo einnig geta að nú er sá tími ársins þegar græðgi fólks er í hámarki og allir vilja gefa fínheitis plasma sjónvörp á hundruðir þúsunda svona til að sýna ástvinum sínum hvað þeim þykir vænt um þá (hóst). Ég vinn við það að útvega fólki slík tæki. Það er sem sé MIKIÐ að gera. Held ég verði alla vega ekki kosinn vinsælasti starfsmaðurinn þessa dagana svo mikið er víst.
En fátt er svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott! Þar sem ég var svona óvænt í fríi brá ég mér í bæinn og keypti mér 2 kjóla í safnið á Myrorna (hjálpræðisher e-s konar) á spottprís en venjulega hef ég ekki tíma fyrir búðir eftir vinnu. Nú verð ég sem sagt í nýjum kjól í innflutningspartýinu sem við ætlum loksins að halda á laugardagskvöldið. Vííí
En fátt er svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott! Þar sem ég var svona óvænt í fríi brá ég mér í bæinn og keypti mér 2 kjóla í safnið á Myrorna (hjálpræðisher e-s konar) á spottprís en venjulega hef ég ekki tíma fyrir búðir eftir vinnu. Nú verð ég sem sagt í nýjum kjól í innflutningspartýinu sem við ætlum loksins að halda á laugardagskvöldið. Vííí
mánudagur, nóvember 13, 2006
Lundúnaferðin
Komin heim eftir góða helgi með góðum stúlkum. En hvað það er nú gaman að eiga svona góða vini. Finnst ég sannkallaður lukkunar pamfíll að hafa ekki komið mér í vinahóp þar sem allir væru búnir að eignast börn, mann, íbúð og station fyrir allar aldir og ég skilin ein eftir í unglingalífsstílnum. Þess í stað erum við allar sem táningar (í anda alla vega svona miðað við hrukkutalið um helgina) og höfum gaman að. Ég kom aðfaranótt föstudags en Stína og Þórhildur ekki fyrr en á föstudagskvöldið. Ég spókaði mig því um ein á Oxford Street meðan Sólrún var í skólanum. Kannaðist nú alveg hreint ágætlega við mig enda búin að fara í 2 verslunarferðir þangað áður. Þekki sem sé ekkert annað af London en þessa einu götu sem er nú frekar sorglegt. Þegar stelpurnar komu á föstudagskvöldið ákváðum við bara að hafa kojufyllerí þar sem við vorum of latar til að fara út. Einhverjum gæti þótt það skrítið að vera heima þegar maður er í London en held það hafi verið góð ákvörðun og skemmtum við okkur konunglega fram eftir nóttu. Á efstu myndinni má sjá þetta feikna góða partý. Segja má að fröken Hrafnhildur sé með á myndinni þar sem Sólrún er að tala við hana í símann.
Daginn eftir tókum við svo tjúbið (eins og stórborgargellan Sólrún kallar neðanjarðarlestina) í bæinn og fengum okkur kalóríuríkan mat (a.k.a. þynnkumat) og röltum aðeins um bæinn.
Eitthvað að ruglast í röðinni á myndunum greinilega en þið verðið að afsaka! Hér að ofan má sjá húsið hennar Sólrúnar. Gerist nú ekki breskara en það.
Nema þá kannski ef það væri þessi símaklefi. Þórhildur var ekki eins spennt fyrir pissulyktinni í honum og ég og Stína og hélt sig fyrir utan í myndatökunni.
Þó við séum ungar í anda þá er kroppurinn ekki jafn ungur og áður og eftir bæjarferðinni var mannskapurinn þreyttur og fengum við okkur smá blund. Þess má geta að ég var manna hressust, enda yngst sko.
Eftir að hafa náð koddaförunum af andlitunum stríluðum við okkur upp og fórum á pöbbinn.
Að sjálfsögðu höfðum við með okkur bjór í nesti eins og unglingum sæmir.
Fundum mjög kúl stað sem var reyndar frekar merkilegur fyrir þær sakir að það var ekkert gler í glugganum sem gerði það að verkum að ekki var hægt að spóka sig í glænepjulegum kjólgarminum heldur var maður dúðaður nánast allan tímann. Reyndar þegar leið á kvöldið var manni nú aðeins farið að hitna, af einhverjum dularfullum ástæðum...
Eftir að hafa gætt okkur á sveittum indverskum mat héldum við heim og á leið í taxa. Þar sem við erum túristar tókum við auðvitað mynd af því, enda ekki eins og við eigum að venjast.
En þetta var stórgóð ferð þó auðvitað hafi vantað góðar stúlkur til að fullkomna reisuna. Það verður bara að vera seinna sem allir hittast og þá lengur en þessi ferð.
Daginn eftir tókum við svo tjúbið (eins og stórborgargellan Sólrún kallar neðanjarðarlestina) í bæinn og fengum okkur kalóríuríkan mat (a.k.a. þynnkumat) og röltum aðeins um bæinn.
Eitthvað að ruglast í röðinni á myndunum greinilega en þið verðið að afsaka! Hér að ofan má sjá húsið hennar Sólrúnar. Gerist nú ekki breskara en það.
Nema þá kannski ef það væri þessi símaklefi. Þórhildur var ekki eins spennt fyrir pissulyktinni í honum og ég og Stína og hélt sig fyrir utan í myndatökunni.
Þó við séum ungar í anda þá er kroppurinn ekki jafn ungur og áður og eftir bæjarferðinni var mannskapurinn þreyttur og fengum við okkur smá blund. Þess má geta að ég var manna hressust, enda yngst sko.
Eftir að hafa náð koddaförunum af andlitunum stríluðum við okkur upp og fórum á pöbbinn.
Að sjálfsögðu höfðum við með okkur bjór í nesti eins og unglingum sæmir.
Fundum mjög kúl stað sem var reyndar frekar merkilegur fyrir þær sakir að það var ekkert gler í glugganum sem gerði það að verkum að ekki var hægt að spóka sig í glænepjulegum kjólgarminum heldur var maður dúðaður nánast allan tímann. Reyndar þegar leið á kvöldið var manni nú aðeins farið að hitna, af einhverjum dularfullum ástæðum...
Eftir að hafa gætt okkur á sveittum indverskum mat héldum við heim og á leið í taxa. Þar sem við erum túristar tókum við auðvitað mynd af því, enda ekki eins og við eigum að venjast.
En þetta var stórgóð ferð þó auðvitað hafi vantað góðar stúlkur til að fullkomna reisuna. Það verður bara að vera seinna sem allir hittast og þá lengur en þessi ferð.
fimmtudagur, nóvember 09, 2006
Rasismi
Erud thid ad grinast med thetta Frjalslyndaflokksdaemi? Um leid og fiflid tharna Magnus Hafsteinsson skellir fram einhverjum rasiskum athugasemdum fimmfaldast fylgid. Islendingar greinilega alveg jafn mikil fifl i thessum malum sem og adrar thjodir.
miðvikudagur, nóvember 08, 2006
sunnudagur, nóvember 05, 2006
Kokteilakvöld
Set hér inn mynd af mér og sambýlingi mínum henni Silvíu. Við kíktum aðeins á lífið í gær og hittum þar Ericu sem er í Svíþjóð í 3 vikur en hún býr annars núna í Bandaríkjunum. Silvia og Erica eru svona aðeins meiri glamúr gellur en ég svo þær vildu endilega fara á Sturaplan þar sem allir fínu staðirnir eru. Þar sem ég er svo mikill dipló/undirlægja hreyfði ég engum mótbárum. Bragðaði þar á mínum fyrsta Cosmopolitan sem kostaði töluvert meira en ég er vön að borga fyrir drykki.
Vildi auðvitað ekkert vera að skemma glamúrinn fyrir gellunum með að fá mér bjór eins og ég geri alltaf og langaði miklu meira í. Eftir að búið var að svolgra í sig þessum drykk vildu stúlkurnar fara á einhvern annan stað. Á þeim tímapunkti var mig farið að langa ískyggilega að fara heim í bólið enda þreytandi að standa við barinn í háum hælum og reyna að líta nógu pæjulega út til að passa við fansí drykkinn. Þegar við vorum svo í röð að reyna að komast inn á Soap bar sem er einnig voða fansí, ákvað ég að gera mér upp magaverk og fara heim.
Ég er svo mikill auli og lýg mig út úr svona aðstæðum svo ég þurfi ekki að hlusta á eitthvað raus. Fór svo heim og steikti mér egg og fór svo í háttinn. Afar ófansí!
Vá, hvað ég sakna Grand Rokk þegar ég fer á Stura plan!
Er annars að fara til London og hitta þar akureyskar sprundir og í þeirra hópi þarf maður ekkert að skammast sín fyrir að panta sér væna kollu í stað fínna kokteila...
Vildi auðvitað ekkert vera að skemma glamúrinn fyrir gellunum með að fá mér bjór eins og ég geri alltaf og langaði miklu meira í. Eftir að búið var að svolgra í sig þessum drykk vildu stúlkurnar fara á einhvern annan stað. Á þeim tímapunkti var mig farið að langa ískyggilega að fara heim í bólið enda þreytandi að standa við barinn í háum hælum og reyna að líta nógu pæjulega út til að passa við fansí drykkinn. Þegar við vorum svo í röð að reyna að komast inn á Soap bar sem er einnig voða fansí, ákvað ég að gera mér upp magaverk og fara heim.
Ég er svo mikill auli og lýg mig út úr svona aðstæðum svo ég þurfi ekki að hlusta á eitthvað raus. Fór svo heim og steikti mér egg og fór svo í háttinn. Afar ófansí!
Vá, hvað ég sakna Grand Rokk þegar ég fer á Stura plan!
Er annars að fara til London og hitta þar akureyskar sprundir og í þeirra hópi þarf maður ekkert að skammast sín fyrir að panta sér væna kollu í stað fínna kokteila...
föstudagur, nóvember 03, 2006
Nágrannaerjur
Verð að deila með ykkur skrítnu atviki sem átti sér stað rétt í þessu. Hringt var dyrabjöllunni og ég fer til dyra og þar stendur nágrannakona okkar sem býr beint fyrir neðan okkur. Hún byrjar; "Þú ert alveg ómöguleg, gengur fram og tilbaka. Ég er að reyna að læra en get ekki einbeitt mér þar sem þú gengur svo mikið um." Ég spurði þá í sakleysi mínu hvort við mættum ekki labba um íbúðina. Hún svaraði því til að kannski ekki svona mikið! Ég hafði verið í sturtu en Silvia var að laga til svo ætli það hafi ekki verið hún sem gekk svona mikið um svo ég kallaði í hana. Silvia stakk upp á því að hún setti hugleiðsluspólu á fóninn til að róa sig niður og það þótti kellu sérlega móðgandi að segja. Hún hélt því fram að við værum að ganga um fram og tilbaka í hælaskóm eða öðrum slíkum skófatnaði sem veldur hávaða. Báðar erum við í inniskóm sem heyrist varla meira í en að ganga á sokkunum.
En sem sé, bannað að ganga mikið í íbúðinni okkar! Bíð ekki í það hvernig hún mun bregðast við þegar við höldum risapartý eftir 2 vikur!
En sem sé, bannað að ganga mikið í íbúðinni okkar! Bíð ekki í það hvernig hún mun bregðast við þegar við höldum risapartý eftir 2 vikur!
fimmtudagur, nóvember 02, 2006
Nýr dagur
Þá er allt að komast í eðlilegt horf eftir ósköpin í gær. Athugið þó að það var enn umferðarhnútur hér fyrir utan þegar ég fór að sofa. Í fjölmiðlum er ekki um annað rætt en þetta agalega "óveður".
Óskaplega finnst mér samt huggulegt að vera búin að fá snjóinn. Þó að í gær hafi mér þótt hann bölvanlegur. Í morgun var ískalt, sól og snjór og allt svo fallegt. Kom því við í Pressbyrån á leið minni í lestina og keypti mér kaffi tú gó og kanelbulle því mér fannst hugmyndin eitthvað svo hugguleg. Sitja með heitt kaffi og bakkelsi, í lest í stórborg og horfa út um gluggann á sólina og snjóinn. Vinnan var líka mun betri í dag eftir að ég endurheimti samstarfskonu mína úr veikindum. Svo er föstudagur á morgun þannig að ég hef yfir engu að kvarta í þetta sinn. Það hlýtur nú að teljast til tíðinda!?!
Óskaplega finnst mér samt huggulegt að vera búin að fá snjóinn. Þó að í gær hafi mér þótt hann bölvanlegur. Í morgun var ískalt, sól og snjór og allt svo fallegt. Kom því við í Pressbyrån á leið minni í lestina og keypti mér kaffi tú gó og kanelbulle því mér fannst hugmyndin eitthvað svo hugguleg. Sitja með heitt kaffi og bakkelsi, í lest í stórborg og horfa út um gluggann á sólina og snjóinn. Vinnan var líka mun betri í dag eftir að ég endurheimti samstarfskonu mína úr veikindum. Svo er föstudagur á morgun þannig að ég hef yfir engu að kvarta í þetta sinn. Það hlýtur nú að teljast til tíðinda!?!
miðvikudagur, nóvember 01, 2006
Snjór
Í dag byrjaði að snjóa. Á íslenskan mælikvarða er þetta smáræði en þessi "örfáu" snjókorn urðu til þess að það tók mig 3 klst að komast heim úr vinnunni. Ef ég var með græðgisglampa í augum í gær í lestinni þá veit ég ekki hvers lags glampi skein úr augum mínum þegar á sat föst á sama stað í lestinni í hálftíma, færðist 200 metra og föst aftur í korter o.s.frv. Venjulega tekur þessi ferð 45 mínútur eða svo. Ég var svo hungruð og pirruð, langaði að éta rottuhundinn sem sat í fangi eiganda síns á móti mér og að berja manninn hinum megin við ganginn af því hann var bara eitthvað svo óþolandi. Spurning hvernig það verður að komast í vinnuna á morgun, þyrfti kannski að leggja af stað um 5 leytið til að ná fyrir hádegi. Þegar ég lít út um gluggann minn núna sé ég sömu bílana og voru þar fyrir hálftíma síðan. Sem sé, það er allt í lamasessi og athugið það er ekki meiri snjór en sést á myndinni hér fyrir ofan. Sem roggnum Íslendingi finnst mér þetta núna óttalegir bjánar þessi Svíagrey.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)