föstudagur, mars 31, 2006
Aftur snjór...
Hefði ekki átt að lýsa því yfir í gær að hér væri vor í lofti. Nú eru það snjókorn sem hafa undirtekið vorloftið. Hér kyngir niður snjó sem aldrei fyrr. Heimurinn er því eftir allt saman stór brenglaður... Annars er planaður afkastamikill dagur á bókasafninu í dag, finna kenningu fyrir mastersritgerðina sem hefur reynst ansi erfitt hingað til, vona að nú verði breyting á!
En mútta mín var eitthvað áhyggjufull þegar hún hringdi í gær þar sem henni fannst ég vera að fara yfirum að dæma af skrifum mínum hér. En þeir sem hafa umgengist mig í minni háskólatíð vita að þetta er eðlilegt ástand, er alltaf fremur tæp á taugum yfir öllu skólastússi en oftast hefur sú taugaveiklun reynst óþörf. Svo mamma mín, engar áhyggjur af mér :)
fimmtudagur, mars 30, 2006
Á lífi
Ég lifði þessa þolraun víst af! Náði að koma þessu út úr mér og vona ég að ég hafi ekki drepið samnemendur mína úr leiðindum. Annars er afar þunglyndislegt í Uppsala þessa dagana. Loksins hætt að vera frost en í staðinn er þungbúið rigningarveður og allt í slabbi og leiðindum. Nennti ekki einu sinni að hjóla heim svo fákurinn stendur við bókasafnið niðri í bæ. Ég vona bara að hann verði þar enn þegar ég vitja hans en ungmenni hér í bæ virðast hafa afar gaman að því að henda hjólhestum í ána sem liggur í gegnum bæinn. En þetta hlínandi loftslag þýðir vonandi að vorið sé á leiðinni, enda finnst mér tími til kominn eftir frosthörkurnar síðustu mánuði. Hef verið að heyra að allt sé á kafi í snjó á Akureyrinni og ónefnd lítil systir hafi fest bíl í snjóskafli... Heimurinn er sem sé að komast á rétta braut; Kalt og snjór á Íslandi og hlítt og rigning í Svíþjóð. Svona á þetta að vera!
Beðið aftöku!
Jesús almáttugur.... Er að fara að halda fyrirlestur eftir 2 tíma. Líður eins og þegar ég var að fara í próf í gamla daga. Illt í maganum og skjálfhent. Vona að þetta reddist einhvern veginn.
miðvikudagur, mars 29, 2006
Plebbastraumar
Hér á myndinni sit ég við lestur á lagabókasafninu í Uppsala. Af einhverjum ástæðum er betra að læra þar heldur en á okkar "peace and conflict" bókasafni sem er hinum megin við vegginn. Tilvonandi ungplebbar senda e.t.v. frá sér hvetjandi strauma um að reyna að verða duglegri en þeir. Þarna spóka sig tilvonandi lögfræðipíur sem nær undantekningalaust eru í háum hælum og með uppsett hár. Strákarnir eru reyndar ekki í jakkafötum en þó má sjá að þeir eru áberandi snyrtilegri en kynbræður þeirra í félagsvísindunum. Held satt að segja að lagabókasafnið hafi haft einhver áhrif á mig; valdi t.d. að skrifa um Law of the Sea sem er hið mesta lagabákn okkar tíma, keypti mér háhæluð stígvél og sit nú hér heima með uppsett hár (reyndar í náttbuxum við, en samt...).
Á að halda fyrirlestur á morgun svo kannski ég ætti að fara að snúa mér að honum og búa til smekklegt power point til að draga athygli bekkjarfélagana af mér og að því! Þá kannski sjá þau ekki hvað ég verð rauð í framan og skjálfhent...
Tútilú
Á að halda fyrirlestur á morgun svo kannski ég ætti að fara að snúa mér að honum og búa til smekklegt power point til að draga athygli bekkjarfélagana af mér og að því! Þá kannski sjá þau ekki hvað ég verð rauð í framan og skjálfhent...
Tútilú
þriðjudagur, mars 28, 2006
Punktar úr mínu lífi
-Hér er þoka
-Mig langar í nammi
-Held að Svíum þyki gaman að standa í röð eftir að komast í hraðbanka
-Kínverjar spyrja skrítinna spurninga sem láta öllum líða vandræðalega
-Nýju stígvélin eru alveg til fyrirmyndar til hjólreiða
-Mér bauðst önnur vinna í dag hjá fyrir sumarið
-Það er erfitt og leiðinlegt að skrifa um Law of the Sea
-Mig langar að vita hvað ég verð þegar ég verð stór
Sem sagt mikið stuð hjá mér....
-Mig langar í nammi
-Held að Svíum þyki gaman að standa í röð eftir að komast í hraðbanka
-Kínverjar spyrja skrítinna spurninga sem láta öllum líða vandræðalega
-Nýju stígvélin eru alveg til fyrirmyndar til hjólreiða
-Mér bauðst önnur vinna í dag hjá fyrir sumarið
-Það er erfitt og leiðinlegt að skrifa um Law of the Sea
-Mig langar að vita hvað ég verð þegar ég verð stór
Sem sagt mikið stuð hjá mér....
mánudagur, mars 27, 2006
Myndatími
Að koma sér að verki!
Af hverju er svona erfitt að koma sér að verki??? Fór á bókasafnið, full fyrirheita um dugnað en gafst upp eftir allt of stuttan tíma, fór í búðaráp og keypti mér alls kyns pæjudót, fór svo heim og mátaði pæjudótið og hengdi svo upp myndir, vaskaði upp, reyndi að finna eitthvað að þrífa en hér er allt voða hreint þar sem ég er alltaf að reyna að gera allt annað en að læra, sem sé er að blogga núna og dettur ekkert annað í hug að gera. Ætli ég verði ekki bara að fara að læra :( Er að halda fyrirlestur á fimmtudag um Hafréttarsáttmála S.Þ. Áhugavert ekki satt!!! Finnst þetta alveg óhemju flókið allt saman, veit ekki hvernig ég á að geta haldið 15 mínútna fyrirlestur á ensku um þetta...
En sem sé, þessu verður ekki frestað lengur.....farin að læra!
En sem sé, þessu verður ekki frestað lengur.....farin að læra!
sunnudagur, mars 26, 2006
Hvað er svona merkilegt við það, að vera Íslendingur?
Fór í matarboð í gær sem haldið var hér hér á stúdentagörðunum. Stelpa frá Kólumbíu sem býr með bekkjasystur minni átti afmæli og kínversk bekkjarsystir hennar eldaði alls kyns kínverskan mat. Þessar stelpur eru í mastersnámi í Developing studies og þarna mættu samnemendur þeirra sem eru allra þjóða kvikyndi. Maður talaði því við marga nýja einstaklinga og alltaf byrjaði maður að segja nafn og þjóðerni. Það brást ekki að þegar ég sagði að ég væri frá Íslandi að fólk hálf gapti af undrun og umræðan byrjaði að snúast um Ísland. Var t.d. að tala við strák frá Lettlandi sem spurði hvort ég væri 100% Íslendingur og þegar ég játti því vildi hann ólmur snerta mig! Hann er hommi svo ekki var þetta af kynferðislegum toga... Ótrúlegt líka hvað hann vissi um söguna og þekkti íslensku bókstafina, hvað bjór kostaði á barnum (var ekki impressed af því reyndar) og fleira. En ég fór þá að velta fyrir mér að það er nú varla skrítið að Íslendingar almennt séu að drepast úr þjóðrembingi. Útlendingarnir espa þetta upp í okkur með að láta okkur líða eins og við séum svona svakalega einstök og merkileg. Gaman að því auðvitað að þeim finnist landið okkar eitthvað spes en mér finnst það samt frekar skrítið þar sem ég veit ekki um nokkurt land sem ég myndi æsast svona yfir við það að hitta manneskju frá því landi.
Gott í bili!
laugardagur, mars 25, 2006
Væm og karókí
Í dag er enn einn fallegur vetrardagur hér í Svíaríki. Sólin skín á snjóinn og allt er svo yndislega væmið og fallegt. Ég veit ekki af hverju Svíþjóð er væmið land en það er það. Væmið tungumál, væmið landslag (=tré), væmin hús o.s.frv. Væmið er gott!
Fór aðeins á smá skrall í gær með Aysu (hinni finnsku) og Alec (hinum breska). Aðallega fór ég út þar sem Aysu er búin að vera veik í viku og var að verða geðsjúk á að hanga inni. Því fórnaði ég mér, fór í partýgallann, setti á mig varalit og skundaði á barinn. Nokkuð ljúft kvöld alveg hreint sem endaði með því að við fórum heim til Aysu sem býr með nokkrum Svíum og einn af þeim er sjúkur í singstar og á maskínu til að nota slíkt. Nokkur vel valin lög voru því tekin þó maskínan hafi ekki alltaf verið sátt við gæði söngsins. Eftir að ég söng Waterloo í karókí á "ástarfleyinu" fyrir jól hefur það orð farið af mér að ég syngi eins og engill (mikil ölvun var um borð). Held að sú kenning hafi verið afsönnuð í nótt...
Góðar stundir
Fór aðeins á smá skrall í gær með Aysu (hinni finnsku) og Alec (hinum breska). Aðallega fór ég út þar sem Aysu er búin að vera veik í viku og var að verða geðsjúk á að hanga inni. Því fórnaði ég mér, fór í partýgallann, setti á mig varalit og skundaði á barinn. Nokkuð ljúft kvöld alveg hreint sem endaði með því að við fórum heim til Aysu sem býr með nokkrum Svíum og einn af þeim er sjúkur í singstar og á maskínu til að nota slíkt. Nokkur vel valin lög voru því tekin þó maskínan hafi ekki alltaf verið sátt við gæði söngsins. Eftir að ég söng Waterloo í karókí á "ástarfleyinu" fyrir jól hefur það orð farið af mér að ég syngi eins og engill (mikil ölvun var um borð). Held að sú kenning hafi verið afsönnuð í nótt...
Góðar stundir
Halló heimur
Halló heimur! Fannst tími til kominn að vera eins og hinir unglingarnir og búa til blogg. Sjáum til hvað verður hér skrifað, það verður tíminn að leiða í ljós..... Þar til síðar
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)