föstudagur, apríl 02, 2010

Knútur - here I come


Þó ótrúlegt megi virðast þá hef ég nú búið í næstum 2 mánuði í Berlín og hef ekki enn þá séð ísbjörninn Knút. Hver man ekki eftir Knúti litla sem er reyndar núna orðinn stór og þunglyndur. Nú mun hins vegar verða bætt úr þessu og Knútur mun verða heimsóttur eins oft og mig lystir því nú á ég árskort í dýragarðinn. Dýragarðurinn er í göngufjarlægð frá mér svo nú get ég strollað þangað inn að vild, með því einu að veifa nýja dýragarðskortinu mínu. Mætti kannski halda að ég væri 5 ára, svona með tilliti til hve spennt ég er fyrir þessu. Dýragarðurinn býður sem sé börnum innan 3ja mánaða og einu foreldri þeirra árskort á spottprís. Nú vita sem sé þeir sem hyggjast heimsækja mig hingað að þeir verða að koma með mér í garðinn svona til að nýta kortið góða.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Jei, við förum þegar ég kem! :)

Kv Dagný

Guðný gúlla sagði...

Bíddu rukka þeir börn frá 4 mánaða aldri? Það breytist nú ekki mikið á milli 3 og 4 mánaða. Þau hafa ennþá ekkert vit og engan áhuga;)

kveðja Guðný