miðvikudagur, apríl 11, 2007

Fjórði í páskum

Þá eru páskarnir liðnir eina ferðina enn. Ýmislegt var brallað og urðu þetta nokkuð afkastamiklir dagar. Svona miðað við aldur og fyrri störf alla vega.
Stína kom í bæinn og við fórum nokkrum sínum á lífið sem og á tónleika og í leikhús. Meira hvað maður er orðinn menningarlegur svona í seinni tíð.
Eins og alltaf um hátíðisdaga hitti ég marga brottflutta Akureyringa sem var auðvitað gaman. En hvað það væri gaman að búa á Akureyri ef aldrei neitt af þessu fólki hefði flutt í burtu. Finnst það ætti að fara af stað átak og smala öllum brottfluttum frá Reykjavík til fyrri byggða. Mér finnst ósanngjarnt að skemmtilega fólkið flytur allt til Reykjavíkur.

5 ummæli:

  1. Nafnlaus12:06 e.h.

    anna mín.það er ekki ALLT skemmtilega fólkið flutt til Reykjavikur.eða hvað?????????

    SvaraEyða
  2. sorrí, þetta var illa sagt hjá mér. Auðvitað ekki allir en djöfulli margir þó

    SvaraEyða
  3. Nafnlaus4:16 e.h.

    .....uss og svo ætlar þú að fara að elta þetta lið!!! ;( skamm skamm!!
    Kv. Agla landsbyggðarfrík.....og er stolt af því!! ;)

    SvaraEyða
  4. Nafnlaus5:06 e.h.

    já ég hugsa stundum um það líka, Akureyri væri allt önnur ef við byggjum öll þarna ennþá :) Reykjavík er þó mjög góður staður að búa á og ekki myndi ég hika við að flytja þangað aftur þegar/ef ég flyt aftur til Íslands. knús

    SvaraEyða
  5. Nafnlaus7:15 e.h.

    vad med okkur í dk,er bara kemtilegt fólk í Rvk,nei nei,bara djók.
    Elskan mín tetta med kóngulóuna,var ad stíga án eina stóra í gær og Siggu fannst ég fara frekar illa med hana,en ég kæri mig ekki um kongulær á badherbigisgolfi,tær eiga heima út í móa.Tad er frekar verra med tesar sem vid gleypum á medan vid sofum med opin munn,øjøj....

    SvaraEyða