miðvikudagur, desember 13, 2006

Gleðilega Lúsíu allaihopa

Það er meira hvað Svíar eru sjúkir í þennan Lúsíudag sinn. Hér er til sérstakt brauð sem etið er á þessum degi og ég smakkaði í fyrsta sinn í dag og má sjá hér til hliðar. Í morgun kom nefnilega svokölluð Lúsíulest á skrifstofuna okkar en hún samanstóð af barnakór í hvítum serkjum með kerti í hönd og eitt stykki Lúsíu með fullt af kertum á hausnum sem löbbuðu um og sungu. Svo fengu sér allir jólaglögg, lussekatt (sjá til hliðar) og piparkökur. Huggó!
Ég fór svo með Lauru vinkonu minni á Lúsíutónleika eftir vinnu. Á tónleikunum sungu nokkrir kórar þar á meðal barnakór sem var uppáklæddur í þessa hvítu kufla og með kerti. Alvörukerti. Og Lúsían með þau á hausnum. Þeir sem fara á Lúsíutónleika á Íslandi vita að slíkur glæfraskapur er bannaður. Þar er lúsían með rafmagnskerti á hausnum og þar er hún fullorðin kona. En Svíarnir sem eru nú þekktir fyrir allt annað en að sýna óvargætni troða kertum á litlu börnum alveg án þess að blikna. Reyndar var á öðrum hvorum bekk manneskja með vatnsfötu, tilbúin ef Lúsían myndi allt í einu standa í ljósum logum. Allt gekk þó að óskum þó að hár Lúsíunnar hafi verið útbýað í kertavaxi, en ætli það sé ekki skárra en ef það hefði fuðrað upp.
Loksins kom jólaandinn yfir mig með öllum þessu umstangi. Jibbí, kem heim eftir 1 1/2 viku :)

7 ummæli:

  1. Nafnlaus11:49 e.h.

    hahahahaha gat ekki annað en hlegið af þessari lýsingu.....sá lúsíuna fyrir mér í ljósum logum....sem á kannski ekki að vera fyndið en þarna sérðu bara hvernig ég er innrætt ;)

    SvaraEyða
  2. ég er lika illa inraett, mer fannst thad fyndin tilhugsun...

    SvaraEyða
  3. Nafnlaus12:11 e.h.

    ekki fylgdi sögunni hvort þér fannst lussekatter góðir? mér finnst þeir nefnilega sjúklega góðir (en fannst þeir ógeðslegir fyrst þegar ég smakkaði- kannski því ég var lítið barn..) og hef ekki fengið í ár og aldir. er hægt að kaupa þá í búðum?
    Stína

    SvaraEyða
  4. Sa sem eg smakkadi var serlega godur. Hef bara smakkad thennan eina en fannst hann lita mun betur ut en their sem haegt er ad kaupa i budunum.
    Já, eg get nu truad thvi ad mörgum krökkum thyki thetta ekkert spes

    SvaraEyða
  5. Nafnlaus3:19 e.h.

    mmm..lussekatter!
    LSH

    SvaraEyða
  6. Nafnlaus4:03 e.h.

    Mig langar ad vera lúsia........

    SvaraEyða
  7. Nafnlaus8:40 e.h.

    Hi... is this Icelandic I see before me??

    Just wanted to say your cooking looks wonderful!!

    I'm sure you speak English. Come and see my blog if you like http://gledwood.tripod.com/blog
    It's very different!!

    SvaraEyða