fimmtudagur, nóvember 02, 2006

Nýr dagur

Þá er allt að komast í eðlilegt horf eftir ósköpin í gær. Athugið þó að það var enn umferðarhnútur hér fyrir utan þegar ég fór að sofa. Í fjölmiðlum er ekki um annað rætt en þetta agalega "óveður".
Óskaplega finnst mér samt huggulegt að vera búin að fá snjóinn. Þó að í gær hafi mér þótt hann bölvanlegur. Í morgun var ískalt, sól og snjór og allt svo fallegt. Kom því við í Pressbyrån á leið minni í lestina og keypti mér kaffi tú gó og kanelbulle því mér fannst hugmyndin eitthvað svo hugguleg. Sitja með heitt kaffi og bakkelsi, í lest í stórborg og horfa út um gluggann á sólina og snjóinn. Vinnan var líka mun betri í dag eftir að ég endurheimti samstarfskonu mína úr veikindum. Svo er föstudagur á morgun þannig að ég hef yfir engu að kvarta í þetta sinn. Það hlýtur nú að teljast til tíðinda!?!

5 ummæli:

  1. Nafnlaus9:49 f.h.

    Ekkert nema gott um þetta að segja...snjór og föstudagur:D Um að gera að líta á björtu hliðarnar;) Heyrði að mamma þín hefði verið í skýjunum með enskuskólann en þetta var víst sami enskuskóli og mamma mín fór í fyrra;) Kærar kveðjur úr kuldanum (en engum snjó;)) í Sviss, heiða

    SvaraEyða
  2. Nafnlaus10:13 f.h.

    Hér er líka kalt en yndislega fallegt vedur,blessud sólin skýn,alveg logn bædi inni og úti,hafdu gódann dag,,,,,,mús mus

    SvaraEyða
  3. Nafnlaus2:08 e.h.

    Ég hélt að það væri nú aldrei lognmolla í kringum þig Maja mín.....;)

    SvaraEyða
  4. Nafnlaus4:05 e.h.

    Hafðu það gott um helgina kæri rebbi minn, hjá mér verður bara vinna og lestur. Og svo auðvitað eru Begga og vinkona hennar að koma í kaupstaðarferð. Búin að seta hreint á í gestaherberginu og súkkulaði á koddann.
    Kv. Gyða:=)

    SvaraEyða
  5. Ég sakna kanelbulla úr pressbyran! Þeir eru hrææðilega góðir, og það hljómar eins og fullkominn sænskur morgun að sitja með einn slíkan og kaffi tú gó í lest og horfa út á snjóinn. Já það held ég nú!

    SvaraEyða