miðvikudagur, maí 17, 2006

Sjarmerandi þjóðarbókhlöðubókavörðurinn í lopapeysunni

Man einhver eftir sæta bókasafnsverðinum á Þjóðarbókhlöðunni? Hann var hávaxinn og frekar slánalegur, með skollitað, lubbalegt hár, oft í lopapeysu og sérlega kurteis... Hann hef ég nokkrum sinnum talið mig sjá hér í Uppsala en talið að um missýn að ræða. Á bókasafninu í dag (sem ég b.t.w. eyddi rúmum 10 klst á í dag) sá ég kauða skýrt og greinilega. Reyndi að vekja athygli á bókinni um Ísland sem lá á borðinu mínu en hann veitti henni enga athygli þegar hann stormaði fram hjá (b.t.w. enn í lopapeysunni). Alla vega, alltaf gaman að sjá kunnugleg andlit, sérstaklega ef andlitin eru fríð!

1 ummæli:

  1. Nafnlaus1:00 e.h.

    Vó en hvað þetta er lítill heimur! já hann var frekar huggulegur, sá hann einu sinni með konu og barni og fannst hann taka sig vel út sem íslenskur faðir.

    SvaraEyða