fimmtudagur, maí 03, 2007

Kommi/komma

Eftir síðustu færslur býst ég fastlega við því að viðurnefnið Anna Kommi hafi fests við mig. Er þá markmiðinu náð enda lengi þráð þá nafnbót. Þekki nú þegar til Óla Komma og Stebba Komma og finnst alveg tími til kominn að fá kvenmann í kommaviðurnefnishópinn. Reyni að standa undir nafni með fleiri færslum í kommúnískum stíl. Svo bíðið spennt.

Spurning hvort ég væri komma frekar en kommi svona þar sem ég er kvenkyns, það væri svo sem líka kúl.

6 ummæli:

  1. Nafnlaus2:34 e.h.

    Anna Komma er alls ekki slæmt, en í karlægu samfélagi okkar hljómar það reyndar eins og þú sért dóttir Komma. Samt sem áður, það væri kúl ef þú færir að skrifa nafnið þitt sem Anna,

    SvaraEyða
  2. pabbi minn er hvort eð er hálferður kommi líka. Anna, tvímælalaust mjög töff

    SvaraEyða
  3. eða svo gæti ég auðvitað byrjað með litla bróður hennar Gunnu og verið þá Anna hans Komma = Anna,
    Möguleikarnir eru endalausir...

    SvaraEyða
  4. Nafnlaus4:49 e.h.

    já það er gaman að þessu, komman gæti staðið fyrir svo margt í einu.Yndislegt!

    SvaraEyða
  5. láttu bróðir minn í friði tálkvendi.

    Gunna

    SvaraEyða
  6. haha, vissi að þetta myndi fá þig til að kommenta...

    SvaraEyða